GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júní 2021 10:56 Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN fer með aðalhlutverk í Netflix-seríunni Kötlu og ljáir eldfjallinu nú einnig rödd sína í nýju tónverki. Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu. Til að tengjast eldfjallinu rýndu tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og eldfjalla- og jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir í gögn um skjálftavirkni eldfjallsins. Tjáningar Kötlu eru settar fram á ljóðrænan og músíkalskan hátt til að varpa sýn á alræmda eldfjallið og Netflix-þáttaröðina. „Okkur var stillt saman af Netflix vegna þess að ég gerði tónlistina við þættina Kötlu og þeim langaði til þess að finna nýtt sjónarhorn á kynningu þáttanna,“ segir Högni um samstarfið. Hann segist hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann komst að því að Kristín Jónsdóttir væri jarðskjálftafræðingurinn sem hann skyldi vinna með. „Kristín Jónsdóttir sem er búin að vera í fréttunum alla daga? Hún er stjarna! Hún er þjóðargersemi,“ voru viðbrögð Högna. Túlka skjálftavirkni með söng Söngkonan GDRN sem fer með aðalhlutverk í þáttunum, túlkar innri rödd Kötlu í tónverkinu. Hún segir sögu sem lýsir samskiptum fólks og náttúru, í gegnum ljóð samið af Högna og Andra Snæ Magnasyni. Það er hinn verðlaunaði kammerkór Cantoque sem er GDRN til halds og trausts í verkinu. Söngvarar kórsins eru átta og túlka átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. „Við tókum þessar tíðnir og breyttum þeim yfir í músíkalska tjáningu. Jarðskjálftavirknin er í raun samtal á milli þessara svæða - mismunandi raddir,“ segir Högni. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson samdi tónlist fyrir Netflix-seríuna Kötlu og hefur nú samið tónverk sem byggir á virknigögnum eldfjallsins. Högni og Kristín skoðuðu virknigögn Kötlu tuttugu ár aftur í tímann við gerð tónverksins. Högni segir gögnin lýsa því hvernig jörðin hreyfir sig og hvernig Katla dansar og hvað hún er að segja. „Við lítum á þetta verk sem upphafið á nýju tímabili - listaverk í leit af samhljómi fólks og náttúru sem fær okkur til að hlusta, finna og endurspegla. Jafnvel frumspekilegt rými þar sem maður og eldfjall sameinast,“ segir Högni. Átta manna kammerkórinn Cantoque túlkar átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. Katla geti ekki haldið í sér lengur Kristín hefur verið áberandi síðustu mánuði vegna eldgossins í Geldingadölum. Hún segir að þó svo þetta sé allt hluti af sama stóra kerfinu, þá muni gosið í Geldingadölum ekki létta undir því sem koma skal frá Kötlu. „Katla er svo hættulegt eldfjall og það er svo langt síðan það gaus þarna síðast og það kemur að því. Við vitum það að hún getur ekki haldið í sér lengur,“ segir Kristín. Netflix Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Til að tengjast eldfjallinu rýndu tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og eldfjalla- og jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir í gögn um skjálftavirkni eldfjallsins. Tjáningar Kötlu eru settar fram á ljóðrænan og músíkalskan hátt til að varpa sýn á alræmda eldfjallið og Netflix-þáttaröðina. „Okkur var stillt saman af Netflix vegna þess að ég gerði tónlistina við þættina Kötlu og þeim langaði til þess að finna nýtt sjónarhorn á kynningu þáttanna,“ segir Högni um samstarfið. Hann segist hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann komst að því að Kristín Jónsdóttir væri jarðskjálftafræðingurinn sem hann skyldi vinna með. „Kristín Jónsdóttir sem er búin að vera í fréttunum alla daga? Hún er stjarna! Hún er þjóðargersemi,“ voru viðbrögð Högna. Túlka skjálftavirkni með söng Söngkonan GDRN sem fer með aðalhlutverk í þáttunum, túlkar innri rödd Kötlu í tónverkinu. Hún segir sögu sem lýsir samskiptum fólks og náttúru, í gegnum ljóð samið af Högna og Andra Snæ Magnasyni. Það er hinn verðlaunaði kammerkór Cantoque sem er GDRN til halds og trausts í verkinu. Söngvarar kórsins eru átta og túlka átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. „Við tókum þessar tíðnir og breyttum þeim yfir í músíkalska tjáningu. Jarðskjálftavirknin er í raun samtal á milli þessara svæða - mismunandi raddir,“ segir Högni. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson samdi tónlist fyrir Netflix-seríuna Kötlu og hefur nú samið tónverk sem byggir á virknigögnum eldfjallsins. Högni og Kristín skoðuðu virknigögn Kötlu tuttugu ár aftur í tímann við gerð tónverksins. Högni segir gögnin lýsa því hvernig jörðin hreyfir sig og hvernig Katla dansar og hvað hún er að segja. „Við lítum á þetta verk sem upphafið á nýju tímabili - listaverk í leit af samhljómi fólks og náttúru sem fær okkur til að hlusta, finna og endurspegla. Jafnvel frumspekilegt rými þar sem maður og eldfjall sameinast,“ segir Högni. Átta manna kammerkórinn Cantoque túlkar átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. Katla geti ekki haldið í sér lengur Kristín hefur verið áberandi síðustu mánuði vegna eldgossins í Geldingadölum. Hún segir að þó svo þetta sé allt hluti af sama stóra kerfinu, þá muni gosið í Geldingadölum ekki létta undir því sem koma skal frá Kötlu. „Katla er svo hættulegt eldfjall og það er svo langt síðan það gaus þarna síðast og það kemur að því. Við vitum það að hún getur ekki haldið í sér lengur,“ segir Kristín.
Netflix Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08
Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54