Minning um Hannesarholt? Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:31 Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Menning Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun