Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta sem svo reyndist tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mæting í bólusetningar hér á landi er lélegust hjá ungu fólki á aldrinum 24 til 33 ára. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um bólusetningar í dag. Laugardagshöllinni var lokað fyrr en til stóð í dag þar sem mætingin var heldur dræm.

Íslandsbanki var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum bankans í morgun. Bréf í bankanum hafa rokið upp um tuttugu prósent og viðskipti eru nú komin í tæplega fjóra og hálfan milljarð.

Einnig verður fjallað um skort á námsframboði á háskólastigi fyrir fólk með fötlun og væntanlega brú yfir Hornafjarðarfljót sem styttir hringveginn um tólf kílómetra.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×