„Við urðum bara kærulaus“ Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 19:49 Becky Estill í viðtali við Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið/skjáskot Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira