Enn um rangar forsendur Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 27. júní 2021 20:46 Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00 Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55 Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26 Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00
Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55
Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar