Pétri svarað Daði Már Kristófersson skrifar 28. júní 2021 12:01 Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun