Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2021 21:31 Líkamsleifar nær þúsund barna hafa fundist grafnar við heimavistarskóla í Kanada undanfarinn mánuð. AP/Jonathan Hayward Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna. Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna.
Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10