Landeigendur vilja fá 20 þúsund krónur fyrir hverja lendingu Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:16 Tveir jafnfljótir hafa skilað tug þúsundum manna á gosstöðvarnar en fjöldi manna hefur farið þangað með þyrlu. Landeigendur vilja nú rukka fyrirtækin sem bjóða uppá þyrluferðir, um 20 þúsund krónur fyrir lendinguna að sögn lögmanns Norðurflugs. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Norðurflugs segir komna glýju í augu landeigenda og lögbann á þyrlur fyrirtækisins sé spennandi lögfræðilegt álitaefni. Ferðaþjónustan er harðorð vegna áformanna. Eigendur jarðarinnar Hrauns á Reykjanesi hvar gýs vilja meina Norðurflugi að lenda þyrlum sínum á landinu. Í Fréttablaðinu er greint frá því að sýslumaður hafi sett lögbann að beiðni landeigenda en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs. Þrjú eða fjögur þyrlufyrirtæki standa fyrir flugi á gosstað. Næsta skref í þessu máli er það að landeigendur verða að höfða staðfestingarmál við lögbanninu innan viku, annars fellur það niður. Samkvæmt heimildum Vísis fóru landeigendur upphaflega fram á það að fá 7,5 milljónir fyrir lendingar í tvær vikur. Þyrluferðir á gosslóðir hafa verið tíðar allt frá því að gosið hófst. Sýslumaður hefur hefur sett lögbann að beiðni landeigenda við lendingum á landinu en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs.vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson segir að krafa landeigenda sé að fá 20 þúsund krónur á hverja lendingu. Það þykir honum og Norðurflugi vel í lagt. Hann segir að frá upphafi hafi verið reynt að semja við landeigendur en hann segir að verðið verði að vera í einhverjum takti við það sem eðlilegt megi teljast. Til að mynda að teknu tilliti til aðstöðu en þarna er verið að lenda á hólum og melum í námunda við gosið. Til samanburðar kostar lending á Reykjavíkurflugvelli þar sem veitt er full þjónusta fyrir þyrlu á bilinu 4,500 til 5,500 krónur. „Það verður að vera eitthvert samræmi í hlutunum. En þá halda landeigendur því fram að þeir séu að selja inn á viðburð?“ segir Sigurður sem segir það spennandi lögfræðilegt álitaefni. Og spyr hvort til að mynda Skógarfoss sé viðburður? Eða hvort landeigendur eigi eldgosið? Þeir beri enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda, það sé nokkuð sem lendi á ríkinu – mér og þér. Hvar liggja mörkin spyr lögmaðurinn Að sögn Sigurðar eru þyrluferðir tíðar á gosstöðvarnar. Þetta séu um fjögur fyrirtæki sem standa fyrir flugi þangað og eitt þeirra hafi þegar samið við landeigendur, sem mun vera Helo. Gjald þeirra er að sögn Sigurðar 57 þúsund krónur í samanburði við 44 þúsund hjá Norðurflugi. Það sé þannig ljóst að þetta lendingagjald lendi beint á farþegunum. Og þá vakni siðferðilegar spurningar um hvort það eigi bara að vera á færi hinna ríku að fljúga á gosslóðir. En vinsælt sé að gefa eldra fólki og þeim sem geta ekki gengið á staðinn slíkar ferðir í afmælisgjöf. „Lögbannið var lagt á af því að menn mega ekki lenda flugförum inni á eignarlandi nema með samþykki viðkomandi landeigenda,“ segir Óskar Sigurðsson, lögmaður landeigendanna í samtali við Fréttablaðið. Hann segir slíkt ekki hluta af þeim almannarétti sem Sigurður vísar til varðandi ferðir um landið, enginn sé að amast við frjálsri för almennings sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Norðurflugs og hann segir málið alls ekki eins einfalt og lögmaður eigenda jarðarinnar Hrauns vill vera láta. Sigurður segir þetta ekki alveg svo einfalt. Ríkið hafi verið að leggja fé í aðgengismál. „Hvað ef fólk kemur á langferðarbílum, er þá hægt að rukka fólk um að ganga um landið, sem ekki er hægt samkvæmt lögum. Ef rúta kemur með helling af fólki, ætla þeir þá að selja inn á landið en ef þú kemur á einkabíl ekki? Hugmyndin er sú að það megi enginn græða á því að láta fólk sjá eldgosið. Eða tryggja að einhver einn hafi einkarétt á að flytja fólk að svæðinu. En ef þú kemur fljúgandi, þá getir þú rukkað þann sem lendir á landinu án þess að trufla þig nokkurn skapaðan hlut. Það er almannaréttur að ferðast, hvar liggja mörkin?“ Gosið peningamaskína fyrir eigendur jarðarinnar? Sigurður bendir á deiluna um Geysi þar sem landeigandi vildi rukka en ríkið, sem einnig átti land þar, ekki. „Þarna takast á þessi sjónarmið. Auðvitað ber maður virðingu fyrir eignarrétti og að eigendur hafi öll yfirráð en hversu langt getur þú gengið í að stöðva aðgengi að eldgosi? Allt tjón sem getur orðið af þessu gosi lendir á ríkinu. Varla er hægt að líta á það sem peningamaskínu fyrir fólk sem ekki býr á þessari jörð, það er ekki verið að lenda á túnum.“ Sigurður spyr hvar eigi að setja mörkin. Er hægt að banna þyrlum að lenda í óbyggðum þó þar sé til staðar eignarréttur? „Það var komin glýja í augu landeigenda strax í mars,“ segir Sigurður inntur eftir því hvort þarna sé ekki um óheyrilegar fjárhæðir að ræða að teknu tilliti til fjölda þyrluferða á gosslóðir. Þær ferðir eru háðar veðri en á góðviðrisdögum er stríður straumur á staðinn. Eigendur jarðarinnar Hrauns vilja selja jörðina og lögmaðurinn segir að betra sé að selja ef fyrirliggjandi eru samningar sem skapi eigendum drjúgar tekjur. Ferðaþjónustan fordæmir fyrirhugaða gjaldtöku Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu SAF. Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Dómsmál Fréttir af flugi Grindavík Tengdar fréttir SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. 30. júní 2021 11:11 Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30. júní 2021 07:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Hrauns á Reykjanesi hvar gýs vilja meina Norðurflugi að lenda þyrlum sínum á landinu. Í Fréttablaðinu er greint frá því að sýslumaður hafi sett lögbann að beiðni landeigenda en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs. Þrjú eða fjögur þyrlufyrirtæki standa fyrir flugi á gosstað. Næsta skref í þessu máli er það að landeigendur verða að höfða staðfestingarmál við lögbanninu innan viku, annars fellur það niður. Samkvæmt heimildum Vísis fóru landeigendur upphaflega fram á það að fá 7,5 milljónir fyrir lendingar í tvær vikur. Þyrluferðir á gosslóðir hafa verið tíðar allt frá því að gosið hófst. Sýslumaður hefur hefur sett lögbann að beiðni landeigenda við lendingum á landinu en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs.vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson segir að krafa landeigenda sé að fá 20 þúsund krónur á hverja lendingu. Það þykir honum og Norðurflugi vel í lagt. Hann segir að frá upphafi hafi verið reynt að semja við landeigendur en hann segir að verðið verði að vera í einhverjum takti við það sem eðlilegt megi teljast. Til að mynda að teknu tilliti til aðstöðu en þarna er verið að lenda á hólum og melum í námunda við gosið. Til samanburðar kostar lending á Reykjavíkurflugvelli þar sem veitt er full þjónusta fyrir þyrlu á bilinu 4,500 til 5,500 krónur. „Það verður að vera eitthvert samræmi í hlutunum. En þá halda landeigendur því fram að þeir séu að selja inn á viðburð?“ segir Sigurður sem segir það spennandi lögfræðilegt álitaefni. Og spyr hvort til að mynda Skógarfoss sé viðburður? Eða hvort landeigendur eigi eldgosið? Þeir beri enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda, það sé nokkuð sem lendi á ríkinu – mér og þér. Hvar liggja mörkin spyr lögmaðurinn Að sögn Sigurðar eru þyrluferðir tíðar á gosstöðvarnar. Þetta séu um fjögur fyrirtæki sem standa fyrir flugi þangað og eitt þeirra hafi þegar samið við landeigendur, sem mun vera Helo. Gjald þeirra er að sögn Sigurðar 57 þúsund krónur í samanburði við 44 þúsund hjá Norðurflugi. Það sé þannig ljóst að þetta lendingagjald lendi beint á farþegunum. Og þá vakni siðferðilegar spurningar um hvort það eigi bara að vera á færi hinna ríku að fljúga á gosslóðir. En vinsælt sé að gefa eldra fólki og þeim sem geta ekki gengið á staðinn slíkar ferðir í afmælisgjöf. „Lögbannið var lagt á af því að menn mega ekki lenda flugförum inni á eignarlandi nema með samþykki viðkomandi landeigenda,“ segir Óskar Sigurðsson, lögmaður landeigendanna í samtali við Fréttablaðið. Hann segir slíkt ekki hluta af þeim almannarétti sem Sigurður vísar til varðandi ferðir um landið, enginn sé að amast við frjálsri för almennings sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Norðurflugs og hann segir málið alls ekki eins einfalt og lögmaður eigenda jarðarinnar Hrauns vill vera láta. Sigurður segir þetta ekki alveg svo einfalt. Ríkið hafi verið að leggja fé í aðgengismál. „Hvað ef fólk kemur á langferðarbílum, er þá hægt að rukka fólk um að ganga um landið, sem ekki er hægt samkvæmt lögum. Ef rúta kemur með helling af fólki, ætla þeir þá að selja inn á landið en ef þú kemur á einkabíl ekki? Hugmyndin er sú að það megi enginn græða á því að láta fólk sjá eldgosið. Eða tryggja að einhver einn hafi einkarétt á að flytja fólk að svæðinu. En ef þú kemur fljúgandi, þá getir þú rukkað þann sem lendir á landinu án þess að trufla þig nokkurn skapaðan hlut. Það er almannaréttur að ferðast, hvar liggja mörkin?“ Gosið peningamaskína fyrir eigendur jarðarinnar? Sigurður bendir á deiluna um Geysi þar sem landeigandi vildi rukka en ríkið, sem einnig átti land þar, ekki. „Þarna takast á þessi sjónarmið. Auðvitað ber maður virðingu fyrir eignarrétti og að eigendur hafi öll yfirráð en hversu langt getur þú gengið í að stöðva aðgengi að eldgosi? Allt tjón sem getur orðið af þessu gosi lendir á ríkinu. Varla er hægt að líta á það sem peningamaskínu fyrir fólk sem ekki býr á þessari jörð, það er ekki verið að lenda á túnum.“ Sigurður spyr hvar eigi að setja mörkin. Er hægt að banna þyrlum að lenda í óbyggðum þó þar sé til staðar eignarréttur? „Það var komin glýja í augu landeigenda strax í mars,“ segir Sigurður inntur eftir því hvort þarna sé ekki um óheyrilegar fjárhæðir að ræða að teknu tilliti til fjölda þyrluferða á gosslóðir. Þær ferðir eru háðar veðri en á góðviðrisdögum er stríður straumur á staðinn. Eigendur jarðarinnar Hrauns vilja selja jörðina og lögmaðurinn segir að betra sé að selja ef fyrirliggjandi eru samningar sem skapi eigendum drjúgar tekjur. Ferðaþjónustan fordæmir fyrirhugaða gjaldtöku Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu SAF.
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Dómsmál Fréttir af flugi Grindavík Tengdar fréttir SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. 30. júní 2021 11:11 Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30. júní 2021 07:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. 30. júní 2021 11:11
Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30. júní 2021 07:01