Landeigendur vilja fá 20 þúsund krónur fyrir hverja lendingu Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:16 Tveir jafnfljótir hafa skilað tug þúsundum manna á gosstöðvarnar en fjöldi manna hefur farið þangað með þyrlu. Landeigendur vilja nú rukka fyrirtækin sem bjóða uppá þyrluferðir, um 20 þúsund krónur fyrir lendinguna að sögn lögmanns Norðurflugs. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Norðurflugs segir komna glýju í augu landeigenda og lögbann á þyrlur fyrirtækisins sé spennandi lögfræðilegt álitaefni. Ferðaþjónustan er harðorð vegna áformanna. Eigendur jarðarinnar Hrauns á Reykjanesi hvar gýs vilja meina Norðurflugi að lenda þyrlum sínum á landinu. Í Fréttablaðinu er greint frá því að sýslumaður hafi sett lögbann að beiðni landeigenda en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs. Þrjú eða fjögur þyrlufyrirtæki standa fyrir flugi á gosstað. Næsta skref í þessu máli er það að landeigendur verða að höfða staðfestingarmál við lögbanninu innan viku, annars fellur það niður. Samkvæmt heimildum Vísis fóru landeigendur upphaflega fram á það að fá 7,5 milljónir fyrir lendingar í tvær vikur. Þyrluferðir á gosslóðir hafa verið tíðar allt frá því að gosið hófst. Sýslumaður hefur hefur sett lögbann að beiðni landeigenda við lendingum á landinu en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs.vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson segir að krafa landeigenda sé að fá 20 þúsund krónur á hverja lendingu. Það þykir honum og Norðurflugi vel í lagt. Hann segir að frá upphafi hafi verið reynt að semja við landeigendur en hann segir að verðið verði að vera í einhverjum takti við það sem eðlilegt megi teljast. Til að mynda að teknu tilliti til aðstöðu en þarna er verið að lenda á hólum og melum í námunda við gosið. Til samanburðar kostar lending á Reykjavíkurflugvelli þar sem veitt er full þjónusta fyrir þyrlu á bilinu 4,500 til 5,500 krónur. „Það verður að vera eitthvert samræmi í hlutunum. En þá halda landeigendur því fram að þeir séu að selja inn á viðburð?“ segir Sigurður sem segir það spennandi lögfræðilegt álitaefni. Og spyr hvort til að mynda Skógarfoss sé viðburður? Eða hvort landeigendur eigi eldgosið? Þeir beri enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda, það sé nokkuð sem lendi á ríkinu – mér og þér. Hvar liggja mörkin spyr lögmaðurinn Að sögn Sigurðar eru þyrluferðir tíðar á gosstöðvarnar. Þetta séu um fjögur fyrirtæki sem standa fyrir flugi þangað og eitt þeirra hafi þegar samið við landeigendur, sem mun vera Helo. Gjald þeirra er að sögn Sigurðar 57 þúsund krónur í samanburði við 44 þúsund hjá Norðurflugi. Það sé þannig ljóst að þetta lendingagjald lendi beint á farþegunum. Og þá vakni siðferðilegar spurningar um hvort það eigi bara að vera á færi hinna ríku að fljúga á gosslóðir. En vinsælt sé að gefa eldra fólki og þeim sem geta ekki gengið á staðinn slíkar ferðir í afmælisgjöf. „Lögbannið var lagt á af því að menn mega ekki lenda flugförum inni á eignarlandi nema með samþykki viðkomandi landeigenda,“ segir Óskar Sigurðsson, lögmaður landeigendanna í samtali við Fréttablaðið. Hann segir slíkt ekki hluta af þeim almannarétti sem Sigurður vísar til varðandi ferðir um landið, enginn sé að amast við frjálsri för almennings sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Norðurflugs og hann segir málið alls ekki eins einfalt og lögmaður eigenda jarðarinnar Hrauns vill vera láta. Sigurður segir þetta ekki alveg svo einfalt. Ríkið hafi verið að leggja fé í aðgengismál. „Hvað ef fólk kemur á langferðarbílum, er þá hægt að rukka fólk um að ganga um landið, sem ekki er hægt samkvæmt lögum. Ef rúta kemur með helling af fólki, ætla þeir þá að selja inn á landið en ef þú kemur á einkabíl ekki? Hugmyndin er sú að það megi enginn græða á því að láta fólk sjá eldgosið. Eða tryggja að einhver einn hafi einkarétt á að flytja fólk að svæðinu. En ef þú kemur fljúgandi, þá getir þú rukkað þann sem lendir á landinu án þess að trufla þig nokkurn skapaðan hlut. Það er almannaréttur að ferðast, hvar liggja mörkin?“ Gosið peningamaskína fyrir eigendur jarðarinnar? Sigurður bendir á deiluna um Geysi þar sem landeigandi vildi rukka en ríkið, sem einnig átti land þar, ekki. „Þarna takast á þessi sjónarmið. Auðvitað ber maður virðingu fyrir eignarrétti og að eigendur hafi öll yfirráð en hversu langt getur þú gengið í að stöðva aðgengi að eldgosi? Allt tjón sem getur orðið af þessu gosi lendir á ríkinu. Varla er hægt að líta á það sem peningamaskínu fyrir fólk sem ekki býr á þessari jörð, það er ekki verið að lenda á túnum.“ Sigurður spyr hvar eigi að setja mörkin. Er hægt að banna þyrlum að lenda í óbyggðum þó þar sé til staðar eignarréttur? „Það var komin glýja í augu landeigenda strax í mars,“ segir Sigurður inntur eftir því hvort þarna sé ekki um óheyrilegar fjárhæðir að ræða að teknu tilliti til fjölda þyrluferða á gosslóðir. Þær ferðir eru háðar veðri en á góðviðrisdögum er stríður straumur á staðinn. Eigendur jarðarinnar Hrauns vilja selja jörðina og lögmaðurinn segir að betra sé að selja ef fyrirliggjandi eru samningar sem skapi eigendum drjúgar tekjur. Ferðaþjónustan fordæmir fyrirhugaða gjaldtöku Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu SAF. Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Dómsmál Fréttir af flugi Grindavík Tengdar fréttir SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. 30. júní 2021 11:11 Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30. júní 2021 07:01 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Hrauns á Reykjanesi hvar gýs vilja meina Norðurflugi að lenda þyrlum sínum á landinu. Í Fréttablaðinu er greint frá því að sýslumaður hafi sett lögbann að beiðni landeigenda en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs. Þrjú eða fjögur þyrlufyrirtæki standa fyrir flugi á gosstað. Næsta skref í þessu máli er það að landeigendur verða að höfða staðfestingarmál við lögbanninu innan viku, annars fellur það niður. Samkvæmt heimildum Vísis fóru landeigendur upphaflega fram á það að fá 7,5 milljónir fyrir lendingar í tvær vikur. Þyrluferðir á gosslóðir hafa verið tíðar allt frá því að gosið hófst. Sýslumaður hefur hefur sett lögbann að beiðni landeigenda við lendingum á landinu en það gildir aðeins um þyrlu Norðurflugs.vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson segir að krafa landeigenda sé að fá 20 þúsund krónur á hverja lendingu. Það þykir honum og Norðurflugi vel í lagt. Hann segir að frá upphafi hafi verið reynt að semja við landeigendur en hann segir að verðið verði að vera í einhverjum takti við það sem eðlilegt megi teljast. Til að mynda að teknu tilliti til aðstöðu en þarna er verið að lenda á hólum og melum í námunda við gosið. Til samanburðar kostar lending á Reykjavíkurflugvelli þar sem veitt er full þjónusta fyrir þyrlu á bilinu 4,500 til 5,500 krónur. „Það verður að vera eitthvert samræmi í hlutunum. En þá halda landeigendur því fram að þeir séu að selja inn á viðburð?“ segir Sigurður sem segir það spennandi lögfræðilegt álitaefni. Og spyr hvort til að mynda Skógarfoss sé viðburður? Eða hvort landeigendur eigi eldgosið? Þeir beri enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda, það sé nokkuð sem lendi á ríkinu – mér og þér. Hvar liggja mörkin spyr lögmaðurinn Að sögn Sigurðar eru þyrluferðir tíðar á gosstöðvarnar. Þetta séu um fjögur fyrirtæki sem standa fyrir flugi þangað og eitt þeirra hafi þegar samið við landeigendur, sem mun vera Helo. Gjald þeirra er að sögn Sigurðar 57 þúsund krónur í samanburði við 44 þúsund hjá Norðurflugi. Það sé þannig ljóst að þetta lendingagjald lendi beint á farþegunum. Og þá vakni siðferðilegar spurningar um hvort það eigi bara að vera á færi hinna ríku að fljúga á gosslóðir. En vinsælt sé að gefa eldra fólki og þeim sem geta ekki gengið á staðinn slíkar ferðir í afmælisgjöf. „Lögbannið var lagt á af því að menn mega ekki lenda flugförum inni á eignarlandi nema með samþykki viðkomandi landeigenda,“ segir Óskar Sigurðsson, lögmaður landeigendanna í samtali við Fréttablaðið. Hann segir slíkt ekki hluta af þeim almannarétti sem Sigurður vísar til varðandi ferðir um landið, enginn sé að amast við frjálsri för almennings sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Norðurflugs og hann segir málið alls ekki eins einfalt og lögmaður eigenda jarðarinnar Hrauns vill vera láta. Sigurður segir þetta ekki alveg svo einfalt. Ríkið hafi verið að leggja fé í aðgengismál. „Hvað ef fólk kemur á langferðarbílum, er þá hægt að rukka fólk um að ganga um landið, sem ekki er hægt samkvæmt lögum. Ef rúta kemur með helling af fólki, ætla þeir þá að selja inn á landið en ef þú kemur á einkabíl ekki? Hugmyndin er sú að það megi enginn græða á því að láta fólk sjá eldgosið. Eða tryggja að einhver einn hafi einkarétt á að flytja fólk að svæðinu. En ef þú kemur fljúgandi, þá getir þú rukkað þann sem lendir á landinu án þess að trufla þig nokkurn skapaðan hlut. Það er almannaréttur að ferðast, hvar liggja mörkin?“ Gosið peningamaskína fyrir eigendur jarðarinnar? Sigurður bendir á deiluna um Geysi þar sem landeigandi vildi rukka en ríkið, sem einnig átti land þar, ekki. „Þarna takast á þessi sjónarmið. Auðvitað ber maður virðingu fyrir eignarrétti og að eigendur hafi öll yfirráð en hversu langt getur þú gengið í að stöðva aðgengi að eldgosi? Allt tjón sem getur orðið af þessu gosi lendir á ríkinu. Varla er hægt að líta á það sem peningamaskínu fyrir fólk sem ekki býr á þessari jörð, það er ekki verið að lenda á túnum.“ Sigurður spyr hvar eigi að setja mörkin. Er hægt að banna þyrlum að lenda í óbyggðum þó þar sé til staðar eignarréttur? „Það var komin glýja í augu landeigenda strax í mars,“ segir Sigurður inntur eftir því hvort þarna sé ekki um óheyrilegar fjárhæðir að ræða að teknu tilliti til fjölda þyrluferða á gosslóðir. Þær ferðir eru háðar veðri en á góðviðrisdögum er stríður straumur á staðinn. Eigendur jarðarinnar Hrauns vilja selja jörðina og lögmaðurinn segir að betra sé að selja ef fyrirliggjandi eru samningar sem skapi eigendum drjúgar tekjur. Ferðaþjónustan fordæmir fyrirhugaða gjaldtöku Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu SAF.
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Dómsmál Fréttir af flugi Grindavík Tengdar fréttir SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. 30. júní 2021 11:11 Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30. júní 2021 07:01 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. 30. júní 2021 11:11
Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30. júní 2021 07:01