Svar við svari Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 3. júlí 2021 14:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun