Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 11:07 Jeff Bezos vill einbeita sér meira að öðrum fyrirtækjum sínum. EPA/MICHAEL REYNOLDS Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Amazon Bandaríkin Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent