Þegar bara „rétta” skoðunin er leyfð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. júlí 2021 07:00 Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar