Leikkonan hefur látið lítið á sér bera síðustu mánuði sem er heldur óvenjulegt í ljósi þess að hún leikur hina einu sönnu svörtu ekkju í Marvel stórmyndinni Black Widow sem frumsýnd er nú á dögunum.
Hún hefur ekki mætt í eigin persónu á viðburði tengda frumsýningunni, heldur hefur hún mætt í gegnum samskiptaforritið Zoom. Scarlett birtist í spjallþætti Jimmy Fallon í gegnum Zoom nú fyrr í sumar, en þá vakti grunsemdir aðdáenda að einungis sást í leikkonuna fyrir ofan axlir. Þær sögusagnir sem fóru af stað í kjölfarið hafa nú verið staðfestar.
Eiginmaður Scarlett er Saturday Night Live stjarnan Colin Jost. Þau höfðu verið par í þrjú ár þegar þau gengu í hjónaband árið 2020. Barnið er fyrsta barn Colin, en annað barn Scarlett. Fyrir á hún hina sex ára gömlu Rose úr fyrra hjónabandi.