Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 08:30 Lionel Messi hefur verið samningslaus frá mánaðarmótum. Getty/David S. Bustamante Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish. Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish.
Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira