Ágreiningur vegna veiðigjalda heldur áfram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júlí 2021 17:35 Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson og Daði Már Kristófersson mættust í Sprengisandi í morgun. Samsett Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni. Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni.
Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira