Segist „hata frekar mikið“ að vera forstjóri Tesla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:18 Elon Musk, forstjóra Tesla, finnst greinilega ekki gaman að vera forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki njóta sín í því hlutverki. Fyrir dómstól í Bandaríkjunum komst hann reyndar svo að orði að hann „hataði það frekar mikið.“ „Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna. Tesla Bandaríkin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent