Lebron segist vilja enda ferilinn hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 11:30 LeBron stefnir á að vera í L.A. það sem eftir lifir ferilsins. Bauer-Griffin/FilmMagic Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James sagði í viðtali fyrir skömmu að hann ætlaði sér að enda ferilinn hjá Los Angeles Lakers. Þó ekki fyrr en eftir fjögur til sjö ár en Lebron er 36 ára gamall í dag. LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira