Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2021 11:51 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ArnarHalldórs Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Kópavogi þann 2. apríl síðastliðinn. Upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt í framhaldinu. Daníel hlaut talsverða höfuðáverka en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Daginn eftir var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Rúmenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið Daníeli að bana flúði land á dögunum þrátt fyrir að hafa verið í farbanni til 1. september. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf. „Það virðist sem svo að hann hafa orðið sér úti um nýtt vegabréf en þegar hann var settur í þetta farbann þá var lagt hald á hans vegabréf. Farbann er ekkert öruggt úrræði og það er svo sem okkar reynsla að menn hafa alveg geta farið úr landi þó þeir sæti farbanni ef einbeittur vilji er fyrir hendi til að koma sér út land,“ segir Margeir. Það sé afar slæmt. „Því þetta eru þau úrræði sem við höfum og ef menn geta farið svona auðveldlega framhjá því þá er það mjög slæmt,“ segir Margeir. Það sé verið að rannsaka hvernig maður sem er í farbanni hafi komist í gegnum flugvöllinn. Vitið þið hvert hann fór? „Já við erum nú með upplýsingar um það og eru í samskiptum við hann í gegnum verjanda hans,“ segir Margeir. Maðurinn hafi flogið til London og þaðan til heimalandsins. Margeir segir að málið sé nú skoðað í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ segir Margeir. Þannig þú ert bjartsýnn á að þið náið manninum aftur til landsins? „Já, við gerum okkar besta. Við leggjum okkur alla fram við það,“ segir Margeir. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Kópavogi þann 2. apríl síðastliðinn. Upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt í framhaldinu. Daníel hlaut talsverða höfuðáverka en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Daginn eftir var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Rúmenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið Daníeli að bana flúði land á dögunum þrátt fyrir að hafa verið í farbanni til 1. september. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf. „Það virðist sem svo að hann hafa orðið sér úti um nýtt vegabréf en þegar hann var settur í þetta farbann þá var lagt hald á hans vegabréf. Farbann er ekkert öruggt úrræði og það er svo sem okkar reynsla að menn hafa alveg geta farið úr landi þó þeir sæti farbanni ef einbeittur vilji er fyrir hendi til að koma sér út land,“ segir Margeir. Það sé afar slæmt. „Því þetta eru þau úrræði sem við höfum og ef menn geta farið svona auðveldlega framhjá því þá er það mjög slæmt,“ segir Margeir. Það sé verið að rannsaka hvernig maður sem er í farbanni hafi komist í gegnum flugvöllinn. Vitið þið hvert hann fór? „Já við erum nú með upplýsingar um það og eru í samskiptum við hann í gegnum verjanda hans,“ segir Margeir. Maðurinn hafi flogið til London og þaðan til heimalandsins. Margeir segir að málið sé nú skoðað í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ segir Margeir. Þannig þú ert bjartsýnn á að þið náið manninum aftur til landsins? „Já, við gerum okkar besta. Við leggjum okkur alla fram við það,“ segir Margeir.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent