…og þá voru eftir tveir Jóhannes Kolbeinsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun