Danny Mills – sem lék á sínum tíma 19 A-landsleiki fyrir England ásamt því að spila fyrir Leeds United og Manchester City – var í viðtali á útvarpsstöðinni talkSPORT þar sem hann sagði sína skoðun.
Mills telur að Varane sé ekki endilega rétti maðurinn til að lagfæra varnarleik Man United. Hann hafi í raun aðeins spilað átta erfiða deildarleiki á ári með Real Madrid sem og nokkra í Meistaradeild Evrópu með Sergio Ramos sér við hlið.
Þá veltir Mills fyrir sér hvort Varane ráði við hraðann og kraftinn í ensku deildinni. Nefnir hann til að mynda að Timo Werner og Kai Havertz, leikmenn Chelsea, hafi brugðið hversu erfiðir leikirnir í deildinni væru eftir komuna frá Þýskalandi.
Hlusta má á ræðu Mills hér að neðan. Hún er á ensku.
Varane is a good signing, but is he the right signing? We don t know how Varane will be in the Premier League.
— talkSPORT (@talkSPORT) July 18, 2021
He s used to playing 8-ish tough games in La Liga alongside Sergio Ramos.
Danny Mills asks if Raphael Varane will be able to cope in the Premier League pic.twitter.com/XNj5PvAXIX
Varane gekk í raðir Real Madrid árið 2011 og hefur leikið með liðinu allar götur síðan. Hefur hann unnið spænsku úrvalsdeildina þrívegis, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Ofurbikar Evrópu þrívegis, HM félagsliða fjórum sinnum og spænska konungsbikarinn einu sinni.
Þá varð hann heimsmeistari með Frökkum árið 2018.