Bólusettir muni líklega veikjast alvarlega hér eins og annars staðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2021 20:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að grípa eigi strax til aðgerða innanlands svo stemma megi stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Reikna megi með að bólusettir veikist alvarlega hér á landi eins og dæmi séu um í öðrum Evrópulöndum. 96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira