Anna Björk eignaðist frumburðinn einungis rúmum tveimur tímum eftir að hún missti vatnið og vóg drengurinn sautján merkur.
„Nú erum við komin með nýja titla, mamma og pabbi, sem er eitthvað svo ótrúlegt. Mikið sem við hlökkum til að horfa á þennan dreng vaxa og dafna og sigra heiminn,“ skrifar Valdimar í hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni.
Valdimar og Anna Björk kynntust árið 2018 en Valdimar ræddi ástina í viðtali í Einkalífinu ári seinna. Þar fór hann fögrum orðum um Önnu Björk og sagði hana „yndislega himnasendingu“ sem hefði gert hann að mýkri manni.