Hafa þurft að fresta hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:30 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Uppsveifla í smitum innanlands hefur gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítala að sögn skurðlæknis sem segir skorta skilning á viðkvæmri stöðu spítalans. Fresta hefur þurft hálfbráða hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum. Tölurnar ekki svo einfaldar Lítill hluti þeirra sem hafa smitast í þessari stærstu bylgju faraldursins hefur þurft á spítalainnlögn að halda eða einungis 24 af þeim 1.470 smituðu. Skurðlæknir á Landspítalanum segir að tölurnar séu þó ekki svo einfaldar. „Við Íslendingar höfum mun færri gjörgæslurúm per hundrað þúsund íbúa en nágrannaþjóðirnar og þetta höfum við vitað lengi en ástandið er sérstaklega erfitt núna í sumar því það var tekin sú ákvörðun í upphafi sumars að fækka þeim úr þrettán á Landspítala í tíu þannig að við máttum illa við þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar.“ Tómas segir að hafa verði í huga að einn sjúklingur með Covid-19 sé ekki sambærilegur öðrum sjúklingum. Hann krefjist mun meiri hjúkrunar og læknisumönnunar. „Og það er miklu flóknara með sóttvarnir gagnvart öðrum sjúklingum sem liggja þarna inni þannig ástandið hefur verið mjög erfitt undanfarið.“ Skorti skilning á erfiðri starfsemi „Mér finnst ekki alltaf gæta skilnings á starfsemi spítalans og í rauninni hvað hún er viðkvæm. Það jákvæða í þessu er samt að gjörgæslumeðferð á Íslandi er af mjög miklum gæðum og það sannaðist núna í þessum stærsta kúfi til dæmis upp á það hversu margir lifðu meðferðina af. Meðferðin er mjög góð en hún er veitt við mjög erfiðar aðstæður og í húsnæði sem er algjörlega orðið úrelt.“ Fresta hálfbráða hjartaaðgerðum Hann segir starfsfólk langþreytt og að faraldurinn hafi keðjuverkandi áhrif á aðra starfsemi spítalans. Nefnir hann sjúklinga á hjartadeildinni sem dæmi. „Við erum háðir því að koma okkar sjúklingum fyrir á gjörgæslu eftir allar opnar hjartaaðgerðir. Það hefur verið mjög erfitt núna undanfarnar tvær vikur að koma sjúklingum að. Sjúklingar sem hafa hreinlega þurft að bíða inniliggjandi og ekki komist í aðgerð vegna þess að það hefur ekki veri neitt gjörgæslurými til að koma þeim fyrir í. Þetta eru ekki sjúklingar sem eru beint í lífshættu, þeim sinnum við auðvitað alltaf en þetta eru samt sjúklingar sem hefðu þurft aðgerð fyrr og er óæskilegt að bíða með svona lengi.“ Lítið megi út af bregða Starfsemin sé brothætt og litlu þurfi að muna svo að illa geti farið. Ekki megi gleyma að spítalinn hafi ekki verið efldur á tímum heimsfaraldurs. Því þurfi innanlandsaðgerðir. „Það þarf ekki annað en eitthvað slys eða annað sem gæti lagt starfsemina á hliðina í rauninni og ég tala nú ekki um ef það myndi fjölga mjög Covid-19 smitum vegna þess að við förum óvarlega eða tökum þetta ekki föstum tökum þá getur það haft mjög mikil áhrif fyrir aðra sjúklinga líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tölurnar ekki svo einfaldar Lítill hluti þeirra sem hafa smitast í þessari stærstu bylgju faraldursins hefur þurft á spítalainnlögn að halda eða einungis 24 af þeim 1.470 smituðu. Skurðlæknir á Landspítalanum segir að tölurnar séu þó ekki svo einfaldar. „Við Íslendingar höfum mun færri gjörgæslurúm per hundrað þúsund íbúa en nágrannaþjóðirnar og þetta höfum við vitað lengi en ástandið er sérstaklega erfitt núna í sumar því það var tekin sú ákvörðun í upphafi sumars að fækka þeim úr þrettán á Landspítala í tíu þannig að við máttum illa við þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar.“ Tómas segir að hafa verði í huga að einn sjúklingur með Covid-19 sé ekki sambærilegur öðrum sjúklingum. Hann krefjist mun meiri hjúkrunar og læknisumönnunar. „Og það er miklu flóknara með sóttvarnir gagnvart öðrum sjúklingum sem liggja þarna inni þannig ástandið hefur verið mjög erfitt undanfarið.“ Skorti skilning á erfiðri starfsemi „Mér finnst ekki alltaf gæta skilnings á starfsemi spítalans og í rauninni hvað hún er viðkvæm. Það jákvæða í þessu er samt að gjörgæslumeðferð á Íslandi er af mjög miklum gæðum og það sannaðist núna í þessum stærsta kúfi til dæmis upp á það hversu margir lifðu meðferðina af. Meðferðin er mjög góð en hún er veitt við mjög erfiðar aðstæður og í húsnæði sem er algjörlega orðið úrelt.“ Fresta hálfbráða hjartaaðgerðum Hann segir starfsfólk langþreytt og að faraldurinn hafi keðjuverkandi áhrif á aðra starfsemi spítalans. Nefnir hann sjúklinga á hjartadeildinni sem dæmi. „Við erum háðir því að koma okkar sjúklingum fyrir á gjörgæslu eftir allar opnar hjartaaðgerðir. Það hefur verið mjög erfitt núna undanfarnar tvær vikur að koma sjúklingum að. Sjúklingar sem hafa hreinlega þurft að bíða inniliggjandi og ekki komist í aðgerð vegna þess að það hefur ekki veri neitt gjörgæslurými til að koma þeim fyrir í. Þetta eru ekki sjúklingar sem eru beint í lífshættu, þeim sinnum við auðvitað alltaf en þetta eru samt sjúklingar sem hefðu þurft aðgerð fyrr og er óæskilegt að bíða með svona lengi.“ Lítið megi út af bregða Starfsemin sé brothætt og litlu þurfi að muna svo að illa geti farið. Ekki megi gleyma að spítalinn hafi ekki verið efldur á tímum heimsfaraldurs. Því þurfi innanlandsaðgerðir. „Það þarf ekki annað en eitthvað slys eða annað sem gæti lagt starfsemina á hliðina í rauninni og ég tala nú ekki um ef það myndi fjölga mjög Covid-19 smitum vegna þess að við förum óvarlega eða tökum þetta ekki föstum tökum þá getur það haft mjög mikil áhrif fyrir aðra sjúklinga líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06