Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 19:39 Umræddur ísbjörn er nú kominn í ónáð hjá grænlensku heimastjórninni. Getty/Arctic-Images Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans. Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni. Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni.
Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira