Engar samgöngur eftir áratug? Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun