Engar samgöngur eftir áratug? Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun