Luka skrifaði undir risasamning og verður áfram hjá Mavericks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 09:30 Luka verður áfram í Dallas. AP Photo/Marcio Jose Sanchez Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Er samningurinn til fimm ára og skilar Luka 207 milljónum Bandaríkjadala í laun eða um 26 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira