Dallas Cowboys í Hard Knocks þáttunum og sá fyrsti sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 13:00 Dallas Cowboys er mjög áhugavert lið í vetur og margir eru því spenntir fyrir því að fá að vera fluga á vegg á undirbúningstímabili liðsins. AP/John McCoy Það styttist í nýtt NFL tímabil í ameríska fótboltanum og árlegur forsmekkur af þeirri veislu eru hinir vinsælu Hard Knocks þættir sem fjalla aðdraganda tímabilsins hjá einu ákveðnu félagi. Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Sjá meira
Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Sjá meira