Jöfnuður skapar sterkt samfélag Kjartan Valgarðsson skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Kjartan Valgarðsson Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar