Elvar sá fyrsti til að skora 30 stig á móti Dönum í 41 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:46 Danir réðu ekkert við Elvar Friðriksson í leiknum á föstudagskvöldið. fiba.basketball Elvar Már Friðriksson fór á kostum á dögunum þegar íslenska körfuboltalandsliðið burstaði Dani með 21 stigi í forkeppni HM í körfubolta. Elvar skoraði 30 stig í leiknum auk þess að vera með 5 fráköst 5 stoðsendingar á þeirri 31 mínútu sem hann spilaði. Ísland vann líka með 26 stigum þegar hann var inn á vellinum. Elvar var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Elvar Már Friðriksson skorar eina af körfum sínum í leiknum.fiba.basketball Það þarf líka að fara langt aftur til að finna íslenskan körfuboltamann sem skoraði þrjátíu stig á móti Dönum og í raun hefur aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður náð því. Elvar bættist þarna í hóp með NBA leikmanninum Pétri Karli Guðmundssyni. Pétur skoraði 32 stig á móti Dönum á Norðurlandamótinu í apríl 1980 eða fyrir meira en 41 ári síðan. Pétur fór þá á kostum í tuttugu stiga sigri á Dönum en Norðurlandamótið fór þá fram í Osló í Noregi. Pétur skoraði 19 stigum meira en næsti maður sem var bakvörðurinn Jón Sigurðsson. Pétur Guðmundsson í leik með Los Angeles Lakers.Skjámynd Það merkilega við þessa frammistöðu Pétur var að hann var í villuvandræðum og náði bara að spila nítján mínútur í leiknum. Danirnir réðu hins vegar ekkert við kappann þegar hann var inn á gólfinu. Einu ári síðar þá var Pétur kominn í NBA-deildina fyrstur Íslendinga. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik á móti Dönum. Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót) Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Elvar skoraði 30 stig í leiknum auk þess að vera með 5 fráköst 5 stoðsendingar á þeirri 31 mínútu sem hann spilaði. Ísland vann líka með 26 stigum þegar hann var inn á vellinum. Elvar var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Elvar Már Friðriksson skorar eina af körfum sínum í leiknum.fiba.basketball Það þarf líka að fara langt aftur til að finna íslenskan körfuboltamann sem skoraði þrjátíu stig á móti Dönum og í raun hefur aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður náð því. Elvar bættist þarna í hóp með NBA leikmanninum Pétri Karli Guðmundssyni. Pétur skoraði 32 stig á móti Dönum á Norðurlandamótinu í apríl 1980 eða fyrir meira en 41 ári síðan. Pétur fór þá á kostum í tuttugu stiga sigri á Dönum en Norðurlandamótið fór þá fram í Osló í Noregi. Pétur skoraði 19 stigum meira en næsti maður sem var bakvörðurinn Jón Sigurðsson. Pétur Guðmundsson í leik með Los Angeles Lakers.Skjámynd Það merkilega við þessa frammistöðu Pétur var að hann var í villuvandræðum og náði bara að spila nítján mínútur í leiknum. Danirnir réðu hins vegar ekkert við kappann þegar hann var inn á gólfinu. Einu ári síðar þá var Pétur kominn í NBA-deildina fyrstur Íslendinga. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik á móti Dönum. Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót)
Flest stig í einum landsleik á móti Danmörku: 32 stig - Pétur Guðmundsson 12. apríl 1980 (Norðurlandamót) 30 stig - Elvar Már Friðriksson 13. ágúst 2021 (Forkeppni HM) 29 stig - Valur Ingimundarson 26. apríl 1987 (Norðurlandamót) 29 stig - Pálmar Sigurðsson 21. aprí 1985 (Norðurlandamót) 29 stig - Pétur Guðmundsson 6. apríl 1979 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson 5. janúar 1986 (Vináttulandsleikur) 28 stig - Einar Bollason 11. apríl 1970 (Norðurlandamót) 26 stig - Valur Ingimundarson 11. september 1987 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Teitur Örlygsson 26. maí 1996 (Undankeppni Evrópumóts) 25 stig - Teitur Örlygsson 13. maí 1995 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Guðjón Skúlason 30. desmber 1989 (Vináttulandsleikur) 25 stig - Þorsteinn Hallgrímsson 20. mars 1964 (Norðurlandamót)
Körfubolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira