Guðfaðir sudoku-þrautanna er látinn Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 07:23 Maki Kaji þróaði sudoku-þrautirnar á áttunda áratugnum. AP/Getty Japaninn Maki Kaji, sem þekktur var sem „guðfaðir“ sudoku-þrautanna, er látinn. Hann lést í morgun af völdum krabbameins, 69 ára að aldri. Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins. Andlát Japan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins.
Andlát Japan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira