Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 11:08 Seinna tilfellið greindist við skimun vistmanna og starfsmanna. Vernd Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39