„Ég var orðin of meðvituð um líkama minn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:08 Söngkonan Britney Spears segist hafa verið orðin of meðvituð um líkama sinn. Skjáskot/instagram Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun. Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög