Gefum heilbrigðisþjónustunni tækifæri Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram. Það sem tekist er um er hvort ríkisrekið kerfi eigi eitt að veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja átakalínurnar, en ekki um það hvort þjónustan eigi að vera greidd af hinu opinbera. Aukin miðstýring í boði ríkisstjórnarinnar Allt undanfarið kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír rekið markvissa stefnu ríkisrekins kerfis og aukinnar miðstýringar. Sjálfstæðum aðilum hefur verið gert erfitt fyrir að veita þjónustu. Jafnvel þótt um sé að ræða þjónustu sem almenningur þarf sárlega á að halda. Þrengt hefur verið að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, svo sem sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum o.fl. með þeim afleiðingum að hægar gengur með nýliðun í fagstéttum og biðlistar lengjast. Að þessu leyti er augljós málefnalegur ágreiningur milli stjórnmálaflokka. Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni hefur nú alfarið flust yfir til hins opinbera með aukinni miðstýringu. Afleiðingarnar hafa því miður orðið að fjölmargar konur hafa ekki fengið niðurstöður úr krabbameinsskimun mánuðum eftir að skoðun fór fram. Traustið á þjónustunni hefur hrunið og færri konur virðast mæta í skimun en áður, en skimun er lykilforsenda um árangur í baráttunni við krabbamein. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessarar heilbrigðisþjónustu eftir það sem á undan er gengið allt þetta ár. Við þekkjum sömuleiðis þá fráleitu framkvæmd að bjóða sjúklingum og skattgreiðendum upp á að senda sjúklinga í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar heilbrigðisþjónustu hér heima. Markmið stjórnvalda er einfaldlega að forða fólki frá okkar sérfræðingum hér heima. Þessari stefnu um aukna miðstýringu er Viðreisn alls ekki sammála. Nú, á lokadögum kjörtímabilsins, gerist það svo að heilbrigðisráðherra segist ætla að semja við sjálfstætt starfandi aðila um að létta af þunganum á Landspítala, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid smita. Það sé nefnilega í takt við hennar pólitík að leysa málin. Í þessu felast nokkur tíðindi og er ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnin hefur unnið eftir á á kjörtímabilinu. Staðan á spítalanum hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við töluverðar takmarkanir á daglegu lífi til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Það er sorglegt til þess að hugsa að sú leið að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið farin, allt þetta kjörtímabil, þrátt fyrir að það þjóni almannahagsmunum að fjölga þeim sem mega veita fólki þjónustu; þrátt fyrir að það myndi létta þungann á þeim sem starfa innan kerfisins; þrátt fyrir að það gæti stytt biðlista; þrátt fyrir að það myndi auðvelda nýliðun og nýsköpun í kerfinu. Og þrátt fyrir að það geti nýtt fjármuni betur en verið hefur. Forystumenn ríkisstjórnarflokkana virðast staðráðnir í að starfa áfram að loknum kosningum. Þá blasir við að óbreytt stefna verður ríkjandi í heilbrigðisráðuneytinu. Það mun leiða til þess að formið fremur en innihaldið ræður för. Sú stefna þjónar blindri trú á miðstýringu en horfir fram hjá þörfum okkar sem nota þjónustuna. Hinn kosturinn er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur og það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í slíku samkeppnisumhverfi getur það aldrei þjónað hagsmunum almennings að skerða starfsmöguleika fagfólks sem starfar hér heima. Slíkt leysir ekki mönnunarvandann sem forsætisráðherra hefur sagt að sé helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Við eigum að sjá tækifærin í heilbrigðisþjónustu sem þjóna hagsmunum almennings. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa tækifærin og standa vörð um að heilbrigðisþjónusta sé í boði fyrir alla óháð efnahag. Verkefnið framundan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu, það er í þágu notenda sem og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun