Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 20:01 Agla var snoðuð í dag en hún hefur safnað einni og hálfri milljón króna til stuðnings Krafts. Vísir/Sigurjón Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050. Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050.
Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira