Alls voru það 38 lið sem skráðu sig til leiks að þessu sinni en það er metskráning hjá kvennalandsliðum hjá FIBA Europe.
Ísland var í áttunda styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla en Ísland átti möguleika á að lenda með liðum úr styrkleikaflokkum eitt, fjögur og fimm.
Ísland lenti með Spáni, Ungverjalandi og Rúmeníu í riðli en stelpurnar sluppu við að mæta Evrópumeisturum Serbíu eða bronsliði Frakka frá Ólympíuleikunum í Tókýó.
Group C #EuroBasketWomen2023
— KKÍ (@kkikarfa) August 20, 2021
Spain @BaloncestoESP
Hungary @Hunbasket1
Romania
Iceland @kkikarfa #korfubolti
Spænska liðið lék bæði á Ólympíuleikunum og á lokamóti EM í sumar. Spánn lenti í sjöunda sæti á EM og í sjötta sæti í Tókýó.
Íslenska liðið hefur mætt liði Ungverja nokkrum sinnum áður í fyrri undankeppnum en Rúmenía er nýr mótherji fyrir íslensku stelpurnar.
KKÍ segir í fréttatilkynningu að vonir standa til að leikið verði heima og að heiman en ekki í sóttvarnarbubblum eins og hefur verið að undanförnu í landsliðsgluggum og er lagt upp með þá áætlun hjá FIBA fyrir nóvember.