Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30. vísir

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Reglur um sóttkví taka breytingum áður en skólahald hefst í grunnskólum eftir helgi að sögn heilbrigðisráðherra. Smitrakningarteymið mun meta hverjir þurfi í sóttkví og hverjir sæti smitgát. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við dómsmálaráðherra sem fundaði í dag með veitingamönnum sem hafa miklar áhyggjur af komandi vetri og sóttvarnaraðgerðum.

Við ræðum einnig við Íslending sem aðstoðar nú Afgani við að flýja land, skoðum ný bílastæði við eldgosið íFagradalsfjalli og hittum framleiðendur á íslensku klámefni - sem segja nýtt klámbann vefsíðunnar OnlyFans litlu breyta fyrir starfsemina.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×