Séreignarsparnaðurinn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun