Séreignarsparnaðurinn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun