Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2021 22:44 Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir yfir Gunnólfsvík í viðtali við Stöð 2. Einar Árnason Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.
Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41