Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:26 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. vísir/Sigurjón Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira