Stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á mæðrum Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2021 14:56 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafði vonast til að meirihlutinn endurskoðaði breytingarnar. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um styttingu opnunartíma leikskóla koma verst niður á mæðrum, fólki í vaktavinnu og fólki af erlendum uppruna. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í vikunni að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Ég er auðvitað verulega ósátt við þetta, þessar hugmyndir voru fyrst viðraðar í upphafi árs 2020 og ég mótmælti þeim hart alveg strax,“ segir Hildur Björnsdóttir um breytinguna í samtali við Vísi. Hún segir að mótmæli hennar og annarra borgarfulltrúa hafa leitt til þess að hugmynd um styttingu opnunartíma hafi verið sett í svokallað jafnréttismat. Breytingin hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði „Niðurstaðan kemur þarna sumarið 2020 og er í raun nákvæmlega eins og ég hafði óttast. Hún sýnir það mjög glöggt að styttur opnunartími leikskóla muni í flestum tilvikum koma verr niður á móður en föður, þannig hún mun hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði,“ segir Hildur. Niðurstöður jafnréttismatsins gefi til kynna að breytingarnar muni koma illa niður á fleisum en mæðrum. „Hún muni koma illa niður á fólki sem er í vaktavinnu eða með lítinn sveigjanleika í sínum störfum, fólki af erlendum uppruna sem er með lítið bakland og svo fólki sem býr í efri byggðum og eyðir meiri tíma í umferðinni á hverjum degi,“ segir Hildur. Breytingin sé svar við kröfum leikskólakennara Aðspurð segist Hildur telja breytinguna meðal annars vera sparnaðarráðstöfun. „Þetta er auðvitað líka krafa frá leikskólakennurum en ég held að með breytingum á skipulagi leikskóladagsins mætti vel leysa þetta,“ segir hún. Hún stingur upp á þeirri lausn að faglegt starf unnið af leikskólakennurum fari fram innan ákveðins tímaramma og svo væru einhverjir leiðbeinendur sem sæju um að manna restina af deginum. „Ég held að þetta sé bara auðvelt skipulagsmál og ætti að vera auðvelt að leysa,“ segir Hildur. Vill líta til Hafnarfjarðar Hildur segist hafa heyrt talað um að börn séu of lengi á leikskóla á degi hverjum en að hægt sé að leysa það líka. „Hafnarfjarðarbær, til að mynda, hefur leyst það mál með því að úthluta hverju barni ákveðnum tíma á leikskólanum á hverjum degi og svo hafa foreldrar sveigjanleika innan dagsins til að ráðstafa þessum tíma,“ segir hún. Þannig geti foreldri sem þarf að hafa barn á leikskóla til fimm en bara frá átta eða hálf níu, valið þann tímaramma sem hentar best. „Það sem ég er að kalla eftir er þessi sveigjanleiki, við erum auðvitað ekki öll eins og erum ekki öll í sömu störfum. Ég hef viðrað þessar hugmyndir ítrekað og sömuleiðis aðrir fulltrúar foreldra leikskólabarna sem hafa verið mjög mótfallnir þessum breytingum,“ Leikskólar séu fyrst og fremst þjónusta við fjölskyldur Henni finnst vanta upp á það að fundnar séu leiðir til þess að hagsmunir leikskólakennara geti farið saman með þörfum fjölskyldufólks. „Við megum ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst stofnaðir og fyrst og fremst haldið úti til að þjónusta fjölskyldur í borginni og að vera þetta fyrsta skólastig. Það á auðvitað alltaf að vera okkar fyrsta meginmarkmið að mæta fjölskyldum í borginni og þeirra þörfum,“ Hildur segir ýmislegt spila inn í ákvörðun um breytingu opnunartímans, þar á meðal stytting vinnuvikunnar, þó það sé ekki uppi á borðum. Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Börn og uppeldi Borgarstjórn Leikskólar Tengdar fréttir Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. 24. ágúst 2021 16:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í vikunni að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Ég er auðvitað verulega ósátt við þetta, þessar hugmyndir voru fyrst viðraðar í upphafi árs 2020 og ég mótmælti þeim hart alveg strax,“ segir Hildur Björnsdóttir um breytinguna í samtali við Vísi. Hún segir að mótmæli hennar og annarra borgarfulltrúa hafa leitt til þess að hugmynd um styttingu opnunartíma hafi verið sett í svokallað jafnréttismat. Breytingin hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði „Niðurstaðan kemur þarna sumarið 2020 og er í raun nákvæmlega eins og ég hafði óttast. Hún sýnir það mjög glöggt að styttur opnunartími leikskóla muni í flestum tilvikum koma verr niður á móður en föður, þannig hún mun hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði,“ segir Hildur. Niðurstöður jafnréttismatsins gefi til kynna að breytingarnar muni koma illa niður á fleisum en mæðrum. „Hún muni koma illa niður á fólki sem er í vaktavinnu eða með lítinn sveigjanleika í sínum störfum, fólki af erlendum uppruna sem er með lítið bakland og svo fólki sem býr í efri byggðum og eyðir meiri tíma í umferðinni á hverjum degi,“ segir Hildur. Breytingin sé svar við kröfum leikskólakennara Aðspurð segist Hildur telja breytinguna meðal annars vera sparnaðarráðstöfun. „Þetta er auðvitað líka krafa frá leikskólakennurum en ég held að með breytingum á skipulagi leikskóladagsins mætti vel leysa þetta,“ segir hún. Hún stingur upp á þeirri lausn að faglegt starf unnið af leikskólakennurum fari fram innan ákveðins tímaramma og svo væru einhverjir leiðbeinendur sem sæju um að manna restina af deginum. „Ég held að þetta sé bara auðvelt skipulagsmál og ætti að vera auðvelt að leysa,“ segir Hildur. Vill líta til Hafnarfjarðar Hildur segist hafa heyrt talað um að börn séu of lengi á leikskóla á degi hverjum en að hægt sé að leysa það líka. „Hafnarfjarðarbær, til að mynda, hefur leyst það mál með því að úthluta hverju barni ákveðnum tíma á leikskólanum á hverjum degi og svo hafa foreldrar sveigjanleika innan dagsins til að ráðstafa þessum tíma,“ segir hún. Þannig geti foreldri sem þarf að hafa barn á leikskóla til fimm en bara frá átta eða hálf níu, valið þann tímaramma sem hentar best. „Það sem ég er að kalla eftir er þessi sveigjanleiki, við erum auðvitað ekki öll eins og erum ekki öll í sömu störfum. Ég hef viðrað þessar hugmyndir ítrekað og sömuleiðis aðrir fulltrúar foreldra leikskólabarna sem hafa verið mjög mótfallnir þessum breytingum,“ Leikskólar séu fyrst og fremst þjónusta við fjölskyldur Henni finnst vanta upp á það að fundnar séu leiðir til þess að hagsmunir leikskólakennara geti farið saman með þörfum fjölskyldufólks. „Við megum ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst stofnaðir og fyrst og fremst haldið úti til að þjónusta fjölskyldur í borginni og að vera þetta fyrsta skólastig. Það á auðvitað alltaf að vera okkar fyrsta meginmarkmið að mæta fjölskyldum í borginni og þeirra þörfum,“ Hildur segir ýmislegt spila inn í ákvörðun um breytingu opnunartímans, þar á meðal stytting vinnuvikunnar, þó það sé ekki uppi á borðum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Börn og uppeldi Borgarstjórn Leikskólar Tengdar fréttir Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. 24. ágúst 2021 16:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. 24. ágúst 2021 16:26