Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2021 19:00 Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni, segir Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, sem útskrifaðist í sumar úr úr vél- og orkutæknifræði. Gígja Einars Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu. „Ég fékk sumarvinnu hjá Ými Technologies sumarið 2020 og þá voru fullt af áhugaverðum verkefnum í gangi og ég fékk tækifæri til að vinna við hönnun á búnaði sem þurfti að betrumbæta. Vorið 2021 var ég einmitt að fara að gera lokaverkefni og spurði þá hvort þeir væru með eitthvað í pípunum hjá sér og þá kom þetta upp úr hattinum. Þá vantaði að fá grunnhugmynd, að hönnun á vél sem þeir eru að þróa, í forritinu Solidworks sem við lærum á, í náminu í HR. Þannig fæddist hugmyndin að þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að dýfa tánni í svona ferli. Ég þurfti að vinna allskonar rannsóknarvinnu við hönnunina á fituvinnsluvélinni og hafa samband við birgja vegna hinna og þessara íhluta sem vantaði í vélina. Ég vann þetta mjög náið með starfsmönnum Ýmis og það voru stöðufundir einu sinni í viku. Þau komu síðan með alls konar útfærsluhugmyndir eins og að laga þetta og hitt. Þannig að þetta var gott samstarf og mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið verkefni. Það reyndi sannarlega á mann í þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. Júlíana Lind vann hönnunarvinnu á þessari fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.Aðsent Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir Verkefnið tók hana um fjóra mánuði eða alla vorönnina. „Ég fékk mjög góða einkunn fyrir þetta lokaverkefni í HR eða níu þannig að ég er hæstánægð og mér finnst gaman að þau hjá Ými voru mjög ánægð með afraksturinn.“ Vélin er hönnuð út frá þeim forsendum að passa á tvö fjörutíu feta gámafleti og að hún geti annað um 7000 kíló á klukkustund af sláturúrgangi. Vélin hreinsar fituna úr honum sem síðan notuð til lífdísilgerðar. Vinna við þessa vél hófst árið 2015 í samstarfi við Sorpu með það að leiðarljósi að geta endurunnið þann sláturúrgang sem til fellur og skapað úr honum verðmæti. Magn sláturúrgangs á Íslandi fer sífellt vaxandi og því nauðsynlegt að koma með nýjar leiðir til að endurvinna hann og minnka það magn sem þarf að urða eða brenna. „Þetta er umhverfisvæn nýsköpun. Ýmir er vöruþróunnarfyrirtæki sem einblínir á umhverfisvænar lausnir í sorptækni. Þessi vél passar vel inn í það sem fyrirtækið er að gera og hanna,“ segir Júlíana Lind. Myndatexti: Júlíana Lind á smíðaverkstæði Háskólans í ReykjavíkGígja Einars Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið „Námið í tæknifræðinni í HR er mjög öflugur grunnur fyrir svona vinnu. Nemendur fá mjög góða kennslu og grunn fyrir vinnumarkaðinn. Við lærum alla vélahönnun, stærðfræði og fleira sem þarf. Síðan lærum við á forrit fyrir alla smíði, að lesa úboðsgögn og þess háttar, sem er gríðarlega mikilvægt líka. Það sem mér finnst HR gera hvað best er uppbyggingin á náminu, um veturinn erum við að læra ákveðna grunnáfanga og síðan um vorið taka nemendur einn áfanga í þrjár vikur sem samtvinnar bóklegu áfangana í yfirgripsmeiri verkefni þar sem við fáum að hanna og smíða hluti. Það er staðreynd að nemendur í tæknifræðinni í HR fá mjög góðan undirbúning fyrir atvinnulífið.“ Júlíana Lind er að skoða vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Ég er skoða ýmislegt og það er margt spennandi í gangi þarna úti. Ég er opin fyrir mörgu. Ég fór upphaflega í þetta nám til að láta gott af mér leiða í umhverfis-, orku- og auðlindamálum. Það er svolítið stefnan hjá mér að geta látið gott af mér leiða og gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Uppalin í sauðfjárrækt Júlíana Lind er uppalin Í Árneshreppi á Ströndum. „Pabbi minn er bóndi á Steinstúni og ég fer alltaf þangað þegar ég get og hjálpa til með sauðfjárræktina. Ég fer í sauðburð á vorin og réttir á haustin sem er alltaf mjög skemmtilegt. Það var skemmtilegt að alast upp í sveitinni á Ströndum og eiginlega alger forréttindi. Sveitalífið er búið að kenna mér margt gott og hefur mótað mig mikið. Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni. Þetta er afskekktur staður með einstaklega fallegt fólk og stórbrotna náttúru. Fallegasta sundlaug landsins er þarna líka sem skemmir ekki fyrir.“ Háskólar Umhverfismál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
„Ég fékk sumarvinnu hjá Ými Technologies sumarið 2020 og þá voru fullt af áhugaverðum verkefnum í gangi og ég fékk tækifæri til að vinna við hönnun á búnaði sem þurfti að betrumbæta. Vorið 2021 var ég einmitt að fara að gera lokaverkefni og spurði þá hvort þeir væru með eitthvað í pípunum hjá sér og þá kom þetta upp úr hattinum. Þá vantaði að fá grunnhugmynd, að hönnun á vél sem þeir eru að þróa, í forritinu Solidworks sem við lærum á, í náminu í HR. Þannig fæddist hugmyndin að þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að dýfa tánni í svona ferli. Ég þurfti að vinna allskonar rannsóknarvinnu við hönnunina á fituvinnsluvélinni og hafa samband við birgja vegna hinna og þessara íhluta sem vantaði í vélina. Ég vann þetta mjög náið með starfsmönnum Ýmis og það voru stöðufundir einu sinni í viku. Þau komu síðan með alls konar útfærsluhugmyndir eins og að laga þetta og hitt. Þannig að þetta var gott samstarf og mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið verkefni. Það reyndi sannarlega á mann í þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. Júlíana Lind vann hönnunarvinnu á þessari fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.Aðsent Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir Verkefnið tók hana um fjóra mánuði eða alla vorönnina. „Ég fékk mjög góða einkunn fyrir þetta lokaverkefni í HR eða níu þannig að ég er hæstánægð og mér finnst gaman að þau hjá Ými voru mjög ánægð með afraksturinn.“ Vélin er hönnuð út frá þeim forsendum að passa á tvö fjörutíu feta gámafleti og að hún geti annað um 7000 kíló á klukkustund af sláturúrgangi. Vélin hreinsar fituna úr honum sem síðan notuð til lífdísilgerðar. Vinna við þessa vél hófst árið 2015 í samstarfi við Sorpu með það að leiðarljósi að geta endurunnið þann sláturúrgang sem til fellur og skapað úr honum verðmæti. Magn sláturúrgangs á Íslandi fer sífellt vaxandi og því nauðsynlegt að koma með nýjar leiðir til að endurvinna hann og minnka það magn sem þarf að urða eða brenna. „Þetta er umhverfisvæn nýsköpun. Ýmir er vöruþróunnarfyrirtæki sem einblínir á umhverfisvænar lausnir í sorptækni. Þessi vél passar vel inn í það sem fyrirtækið er að gera og hanna,“ segir Júlíana Lind. Myndatexti: Júlíana Lind á smíðaverkstæði Háskólans í ReykjavíkGígja Einars Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið „Námið í tæknifræðinni í HR er mjög öflugur grunnur fyrir svona vinnu. Nemendur fá mjög góða kennslu og grunn fyrir vinnumarkaðinn. Við lærum alla vélahönnun, stærðfræði og fleira sem þarf. Síðan lærum við á forrit fyrir alla smíði, að lesa úboðsgögn og þess háttar, sem er gríðarlega mikilvægt líka. Það sem mér finnst HR gera hvað best er uppbyggingin á náminu, um veturinn erum við að læra ákveðna grunnáfanga og síðan um vorið taka nemendur einn áfanga í þrjár vikur sem samtvinnar bóklegu áfangana í yfirgripsmeiri verkefni þar sem við fáum að hanna og smíða hluti. Það er staðreynd að nemendur í tæknifræðinni í HR fá mjög góðan undirbúning fyrir atvinnulífið.“ Júlíana Lind er að skoða vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Ég er skoða ýmislegt og það er margt spennandi í gangi þarna úti. Ég er opin fyrir mörgu. Ég fór upphaflega í þetta nám til að láta gott af mér leiða í umhverfis-, orku- og auðlindamálum. Það er svolítið stefnan hjá mér að geta látið gott af mér leiða og gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Uppalin í sauðfjárrækt Júlíana Lind er uppalin Í Árneshreppi á Ströndum. „Pabbi minn er bóndi á Steinstúni og ég fer alltaf þangað þegar ég get og hjálpa til með sauðfjárræktina. Ég fer í sauðburð á vorin og réttir á haustin sem er alltaf mjög skemmtilegt. Það var skemmtilegt að alast upp í sveitinni á Ströndum og eiginlega alger forréttindi. Sveitalífið er búið að kenna mér margt gott og hefur mótað mig mikið. Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni. Þetta er afskekktur staður með einstaklega fallegt fólk og stórbrotna náttúru. Fallegasta sundlaug landsins er þarna líka sem skemmir ekki fyrir.“
Háskólar Umhverfismál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira