Lögregla segir í tilkynningu að hjúkrunarfræðingurinn sé einnig kona á sextugsaldri og að hún hafi verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á miðvikudag. Í tilkynningunni sagði að talið væri að andlát konunnar sem lést hafi borið að með saknæmum hætti.
Lögregla hyggst ekki tjá sig um málið frekar að svo stöddu. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum kemur fram að hann hafi tilkynnti lögreglu og landlækni um óvænt andlát sjúklings á spítalanum. Málið sé til rannsóknar og muni hvorki starfsmenn né stjórnendur tjá sig um það, né staðfesta upplýsingar, á meðan það er til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum.