Bibba á Brávallagötunni enn lukkuleg á Flórída Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 16:31 Edda Björgvinsdóttir á marga eftirminnilega karaktera, þar á meðal er Bibba á Brávallagötunni sem varð til á Bylgjunni. Bylgjan Edda Björgvins kíkti í afmælisútsendinguna í tilefni af 35 ára afmæli Bylgjunnar. Hún rifjaði þar upp hina ógleymanlegu Bibbu á Brávallagötunni sem varð vinsæl í árdaga Bylgjunnar. Heimir Karlsson og Vala Eiríks sáu um þáttastjórn þegar Edda kom í heimsókn og byrjuðu á að spila klippuna af því þegar Bibba fékk gefins kindakjöt. „Þetta byrjaði með því að Palli Þorsteins útvarpsstjóri niðri á Snorrabraut bað okkur Júlla og Randver að gera örleikrit, einhverja sápu.“ Edda segir að í kjölfarið hafi þau skapað karaktera fyrir litla sápuóperu. „Við setjumst niður og búum til þessi hjón Bibbu og Halldór og svo er það bróðir hennar Deddi. Þau búa semsagt á Brávallagötunni.“ Bretti upp axlirnar Deddi var óheiðarlegur og reglulega að sitja eitthvað af sér svo Bibba þarf stöðugt að vera að verja hann. Þetta þróast þannig að Deddi fer í fangelsi og svo dettur Halldór líka út. „Þá er Bibba bara ein og hringir hér inn og þá var hún flutt til Flórída og skilin við Halldór. Svo þróast þetta út í að nota vitlaus orðatiltæki. Hún var að bretta upp axlirnar og skíta í lófana og þetta allt saman,“ segir Edda og hlær. „Gísli Rúnar minn hefur alltaf verið svona ghost writer með mér í öllu eins og ég með honum svolítið, við höfum gert svo mikið saman. Okkur fannst einhvern veginn fyndnast af öllu þegar fólki rann kalt vatn milli bols og höfuðs og var svo slæmt í eggjabökkunum, hallaði sér að hurðarkömrunum. Okkur fannst þetta ógendanlega fyndið. Tillögurnar hans voru oft bull og vitleysa og þetta þróaðist út í að það var oft ótrúlega erfitt að semja fyrir Bibbu.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bylgjan Grín og gaman Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Heimir Karlsson og Vala Eiríks sáu um þáttastjórn þegar Edda kom í heimsókn og byrjuðu á að spila klippuna af því þegar Bibba fékk gefins kindakjöt. „Þetta byrjaði með því að Palli Þorsteins útvarpsstjóri niðri á Snorrabraut bað okkur Júlla og Randver að gera örleikrit, einhverja sápu.“ Edda segir að í kjölfarið hafi þau skapað karaktera fyrir litla sápuóperu. „Við setjumst niður og búum til þessi hjón Bibbu og Halldór og svo er það bróðir hennar Deddi. Þau búa semsagt á Brávallagötunni.“ Bretti upp axlirnar Deddi var óheiðarlegur og reglulega að sitja eitthvað af sér svo Bibba þarf stöðugt að vera að verja hann. Þetta þróast þannig að Deddi fer í fangelsi og svo dettur Halldór líka út. „Þá er Bibba bara ein og hringir hér inn og þá var hún flutt til Flórída og skilin við Halldór. Svo þróast þetta út í að nota vitlaus orðatiltæki. Hún var að bretta upp axlirnar og skíta í lófana og þetta allt saman,“ segir Edda og hlær. „Gísli Rúnar minn hefur alltaf verið svona ghost writer með mér í öllu eins og ég með honum svolítið, við höfum gert svo mikið saman. Okkur fannst einhvern veginn fyndnast af öllu þegar fólki rann kalt vatn milli bols og höfuðs og var svo slæmt í eggjabökkunum, hallaði sér að hurðarkömrunum. Okkur fannst þetta ógendanlega fyndið. Tillögurnar hans voru oft bull og vitleysa og þetta þróaðist út í að það var oft ótrúlega erfitt að semja fyrir Bibbu.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bylgjan Grín og gaman Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira