Papparör og pólitík Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 15:01 Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Ég er einn af eigendum Extraloppunnar sem er lítið og grænt fyrirtæki staðsett í Smáralindinni. Fyrirtæki sem vinnur að umhverfismálum og sýnir samfélagslega ábyrgð þegar kemur að endurnýtingu og minnkun kolefnisspora. Í hvert sinn sem þú kaupir notaðar vörur í stað nýrra minnkar þú koltvísýringsmengun að því er nemur framleiðslu og því flytja vöruna á áfangastað. Breytt hugsun. Við þurfum og við erum að breyta neysluvenjum og hugsunarhætti fólks. Þegar Extraloppan var stofnuð fannst mér það vera lykilatriði. Landsmenn hafa tekið okkur betur en nokkurt okkar þorði að vona. Hringrásin hefur skapast og alltaf fleiri og fleiri ákveða að hefja leitina af því sem vantar, hjá okkur. Um það snýst málið, að við gefum þeim hlutum og fatnaði sem við hyggjumst ekki nota lengra líf og kaupum svo notaða hluti sem bíða þess að fá nýjan eiganda. Hvað hefur sparast? Systurfyrirtæki Extraloppunnar, Barnaloppan, fékk umhverfisverkfræðinga hjá Eflu til þess að reikna fyrir sig kolefnisspor sem hafa sparast með tilkomu verslunarinnar frá 2018-2019. Niðurstaðan er sláandi, rúm 5.000 tonn höfðu sparast í losun koltvísýrings sem jafnast á við 2.500 bíla á einu ári og ætla má að Extraloppan sé með svipaðar tölur. Frá opnun Extraloppunnar árið 2019 hafa selst yfir 400.000 vörur ef við reiknum þetta til dagsins í dag þá eru þetta um 12 - 15.000 tonn sem jafnast á við 6-7.000 bíla á ári. Að endurnýta og endurvinna Á heimsvísu er áætlað að textílneysla hvers jarðarbúa sé um 11 kg og að textíliðnaðurinn valdi um 8% gróðurhúsaáhrifa á jörðinni. Það fara t.d. um 6-8 þúsund lítrar af vatni í að framleiða bómul í einar gallabuxur. Sú aðgerð sem dregur hvað mest úr þessum áhrifum er að endurnýta og endurvinna. Breytingar til hins betra Við þurfum öll að vera meðvituð. Auðvitað finnst okkur öllum skrítið að drekka kókómjólkina með papparöri og það er í eðli mannsins að finnast breytingar erfiðar. Hér áður fyrr flokkuðum við ekki rusl og einu sinni settum við allt í litla plastpoka í grænmetisdeildinni en við venjumst öllu og furðu hratt eins og heimsfaraldurinn hefur sýnt og sannað. Öll þessi litlu skref eru skref í átt að hreinni jörð fyrir okkur og afkomendur okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, og stjórnvöld verða því að örva og hvetja atvinnulífið til þess að leggja sitt af mörkum. Atvinnulífið verður að sjá hag sinn af því að taka þátt. Slíkt er hægt t.d. með hagrænum hvötum eða skattaívilnunum. Leiðin þarf að vera markvissari og skilvirkari. Nýsköpun og verðmætasköpun í loftslagsmálum verður að vera í forgrunni. Það er nefnilega þannig að auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar og endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neytendur og umhverfið. Með því að standa í stað munum við ekki ná árangri, en með því að sækja fram og hvetja fólk og fyrirtæki áfram með okkur eru okkur allir vegir færir. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Umhverfismál Brynja Dan Gunnarsdóttir Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Ég er einn af eigendum Extraloppunnar sem er lítið og grænt fyrirtæki staðsett í Smáralindinni. Fyrirtæki sem vinnur að umhverfismálum og sýnir samfélagslega ábyrgð þegar kemur að endurnýtingu og minnkun kolefnisspora. Í hvert sinn sem þú kaupir notaðar vörur í stað nýrra minnkar þú koltvísýringsmengun að því er nemur framleiðslu og því flytja vöruna á áfangastað. Breytt hugsun. Við þurfum og við erum að breyta neysluvenjum og hugsunarhætti fólks. Þegar Extraloppan var stofnuð fannst mér það vera lykilatriði. Landsmenn hafa tekið okkur betur en nokkurt okkar þorði að vona. Hringrásin hefur skapast og alltaf fleiri og fleiri ákveða að hefja leitina af því sem vantar, hjá okkur. Um það snýst málið, að við gefum þeim hlutum og fatnaði sem við hyggjumst ekki nota lengra líf og kaupum svo notaða hluti sem bíða þess að fá nýjan eiganda. Hvað hefur sparast? Systurfyrirtæki Extraloppunnar, Barnaloppan, fékk umhverfisverkfræðinga hjá Eflu til þess að reikna fyrir sig kolefnisspor sem hafa sparast með tilkomu verslunarinnar frá 2018-2019. Niðurstaðan er sláandi, rúm 5.000 tonn höfðu sparast í losun koltvísýrings sem jafnast á við 2.500 bíla á einu ári og ætla má að Extraloppan sé með svipaðar tölur. Frá opnun Extraloppunnar árið 2019 hafa selst yfir 400.000 vörur ef við reiknum þetta til dagsins í dag þá eru þetta um 12 - 15.000 tonn sem jafnast á við 6-7.000 bíla á ári. Að endurnýta og endurvinna Á heimsvísu er áætlað að textílneysla hvers jarðarbúa sé um 11 kg og að textíliðnaðurinn valdi um 8% gróðurhúsaáhrifa á jörðinni. Það fara t.d. um 6-8 þúsund lítrar af vatni í að framleiða bómul í einar gallabuxur. Sú aðgerð sem dregur hvað mest úr þessum áhrifum er að endurnýta og endurvinna. Breytingar til hins betra Við þurfum öll að vera meðvituð. Auðvitað finnst okkur öllum skrítið að drekka kókómjólkina með papparöri og það er í eðli mannsins að finnast breytingar erfiðar. Hér áður fyrr flokkuðum við ekki rusl og einu sinni settum við allt í litla plastpoka í grænmetisdeildinni en við venjumst öllu og furðu hratt eins og heimsfaraldurinn hefur sýnt og sannað. Öll þessi litlu skref eru skref í átt að hreinni jörð fyrir okkur og afkomendur okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, og stjórnvöld verða því að örva og hvetja atvinnulífið til þess að leggja sitt af mörkum. Atvinnulífið verður að sjá hag sinn af því að taka þátt. Slíkt er hægt t.d. með hagrænum hvötum eða skattaívilnunum. Leiðin þarf að vera markvissari og skilvirkari. Nýsköpun og verðmætasköpun í loftslagsmálum verður að vera í forgrunni. Það er nefnilega þannig að auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar og endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neytendur og umhverfið. Með því að standa í stað munum við ekki ná árangri, en með því að sækja fram og hvetja fólk og fyrirtæki áfram með okkur eru okkur allir vegir færir. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun