Rondo gerði garðinn frægan með Boston Celtics á árunum 2006 til 2014 en hefur verið á flakki síðan. Þessi 35 ára gamli leikstjórnandi lék með Lakers frá 2018 til 2020 og varð meistari með liðinu í hinni margrómuðu „sóttvarnarbúbblu“ í Disney-World.
Þann 23. nóvember 2020 samdi Rondo við Atlanta Hawks en stoppaði stutt við. Í mars á þessu ári var hann sendur til Los Angeles Clippers í skiptum fyrir Lou Williams, tveggja valrétta í nýliðavalinu og smávegis upphæð.
https://t.co/VVCcDxwHmL pic.twitter.com/TVjRFqC4Vy
— Los Angeles Lakers (@Lakers) August 31, 2021
Aftur stoppaði Rondo stutt við en Clippers sendi hann til Memphis Grizzlies. Tólf dögum síðar samdi hann við félagið um að rifta samningi sínum. Nú er hann kominn til Lakers á nýjan leik og ætti hreinlega að smellpassa inn í gamalt en gott lið Lakers.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.