Benedikt svarar fyrir sig í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 10:31 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta sem og Njarðvíkur í efstu deild karla, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fór yfir málin í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs sem gaf í skyn að Benedikt væri haldin kvenfyrirlitningu. Þannig er mál með vexti að falsaðar voru myndir og látið sem Benedikt hefði birt þær. Benedikt ákvað að útskýra málið í þaula þar sem frétt Mannlífs gerði lítið annað en að blása byr undir þær sögusagnir að landsliðsþjálfarinn hefði eitthvað á móti konum. „Góða kvöldið Facebook vinir. Ég fékk í kvöld senda frétt sem er á Mannlíf.is sem mörgum skiljanlega bregður við að lesa. Frétt þessi í skyn að ég sé haldinn kvenfyrirlitningu,“ segir í upphafi pistils Benedikts. Pistilinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Fyrirsögnin og innihaldið er langt frá því rétt mynd af því máli sem Mannlíf telur sig vera að fjalla um. Ég sé mig tilneyddan til að fara yfir það hér þar sem blaðamaðurinn orðar fréttina þannig að það er auðvelt að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur,“ bætir Benedikt við. Benedikt útskýrir að hann hafi byrjað á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir ekki svo löngu. Hann hafi svo fyrst orðið virkur á miðlinum meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. „Þegar Covid skall á af hörku og maður var innilokaður heima að drepast úr leiðindum fór ég að sjá myndir sem kallast „memes“ og eru svona hálfgerðir brandarar. Miðaldra ég vissi fyrst ekkert hvað þetta var en fór að sjá þetta á hinum ýmsu miðlum og fá svona sent. Þetta létti mér lundina og ég ákvað að áframsenda á ákveðinn hóp af fólki.“ „Ekkert af þeim átti að vera móðgandi né sýndi hold á hvorki karl- eða kvenmanni.“ Skilaboð frá fyrirliða landsliðsins Benedikt hafði sent frá sér vel yfir 200 myndir á meðan veiran hélt fólki í heljargreipum. Hann fær svo óvænt skilaboð frá fyrirliða íslenska landsliðsins þar nokkrar af myndunum sem hann hafði sent frá sér höfðu verið settar saman. „Þegar búið var að sjóða þau öll saman var skiljanlegt að fyrirliðinn hefði áhyggjur, meðal annars af því hvort ég væri haldinn kvenfyrirlitningu og stundaði það að skjóta á konur í frítíma mínum,“ segir í færslu Benedikts um atvikið. Það sem meira var, þær tvær myndir sem voru á gráu svæði voru myndir sem Benedikt hafði aldrei sent frá sér. „Það var hrikaleg upplifun að sjá eitthvað, sem ég vissi að ég myndi aldrei senda frá mér en samt eins og ég hefði sent það. Ég var farinn að efast um sjálfan mig og farinn að velta fyrir mér hvort ég væri búinn að tapa glórunni.“ Úr leik hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Leitaði til lögreglu „Sem betur fer stóð ég með sjálfum mér, efaðist ekki um sjálfan mig og leitaði til lögreglunnar. Það kom síðan í ljós einhver hafði lagt það á sig að falsa í mínu nafni. Ég get ekki lýst því hversu mikil vonbrigði það voru að komast að því. Að einhver leggi slíkt á sig til að koma höggi á mann brýtur mann niður.“ Á endanum lagði Benedikt kæru inn til lögreglunnar í Reykjavík og fékk fund skömmu síðar. Áður en hann fór á þann fund fékk hann hringingu frá manneskjunni sem hafði dreift myndum í hans nafni. „Ég ætla ekki að gefa upp hver sá aðili er og dró ég kæruna til baka eftir að viðkomandi baðst afsökunar á þessu. Ég fyrirgaf viðkomandi og við áttum gott spjall og kvöddum í góðu.“ Benedikt á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Fór yfir þetta með leikmönnum landsliðsins „Fór yfir þetta með þeim öllum frá A-Ö ásamt forsvarsmönnum KKÍ. Þar var mér tjáð að málinu væri lokið og fyrirliði liðsins lætur mig vita að leikmenn séu sáttir og við tókum góða æfingahelgi. Síðan þá erum við búin að æfa mörgum sinnum saman og spila marga landsleiki þar sem það eru rúmlega 14 mánuðir síðan.“ Segist ekki fullkominn „Ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að reyna að fría sjálfan mig og spila mig sem fullkominn einstakling sem gerir aldrei neitt rangt. Ég hef gert mörg mistök á ævinni og þegar ég horfi til baka þá sé ég eftir ansi mörgu á langri ævi. Ég er maður hinna ýmsu galla og veit af þeim mörgum en ég tel mig ekki haldinn kvenfyrirlitningu.“ „Maður á samt ekki að meta sjálfan sig og best að aðrir dæmi hvernig maður ég er. Ég er búinn að vera að skrifa þetta skjálfandi, í sjokki og miður mín yfir þessari frétt. Enginn frá Mannlíf hafði samband við mig og leyfði mér að verja mig og koma með mína hlið,“ sagði Benedikt að endingu ásamt því að tilkynna að hann ætli að birta hvert einasta „meme“ sem hann hefur birt í gegnum tíðina. Þá getur hver og einn dæmt fyrir sig. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Þannig er mál með vexti að falsaðar voru myndir og látið sem Benedikt hefði birt þær. Benedikt ákvað að útskýra málið í þaula þar sem frétt Mannlífs gerði lítið annað en að blása byr undir þær sögusagnir að landsliðsþjálfarinn hefði eitthvað á móti konum. „Góða kvöldið Facebook vinir. Ég fékk í kvöld senda frétt sem er á Mannlíf.is sem mörgum skiljanlega bregður við að lesa. Frétt þessi í skyn að ég sé haldinn kvenfyrirlitningu,“ segir í upphafi pistils Benedikts. Pistilinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Fyrirsögnin og innihaldið er langt frá því rétt mynd af því máli sem Mannlíf telur sig vera að fjalla um. Ég sé mig tilneyddan til að fara yfir það hér þar sem blaðamaðurinn orðar fréttina þannig að það er auðvelt að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur,“ bætir Benedikt við. Benedikt útskýrir að hann hafi byrjað á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir ekki svo löngu. Hann hafi svo fyrst orðið virkur á miðlinum meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. „Þegar Covid skall á af hörku og maður var innilokaður heima að drepast úr leiðindum fór ég að sjá myndir sem kallast „memes“ og eru svona hálfgerðir brandarar. Miðaldra ég vissi fyrst ekkert hvað þetta var en fór að sjá þetta á hinum ýmsu miðlum og fá svona sent. Þetta létti mér lundina og ég ákvað að áframsenda á ákveðinn hóp af fólki.“ „Ekkert af þeim átti að vera móðgandi né sýndi hold á hvorki karl- eða kvenmanni.“ Skilaboð frá fyrirliða landsliðsins Benedikt hafði sent frá sér vel yfir 200 myndir á meðan veiran hélt fólki í heljargreipum. Hann fær svo óvænt skilaboð frá fyrirliða íslenska landsliðsins þar nokkrar af myndunum sem hann hafði sent frá sér höfðu verið settar saman. „Þegar búið var að sjóða þau öll saman var skiljanlegt að fyrirliðinn hefði áhyggjur, meðal annars af því hvort ég væri haldinn kvenfyrirlitningu og stundaði það að skjóta á konur í frítíma mínum,“ segir í færslu Benedikts um atvikið. Það sem meira var, þær tvær myndir sem voru á gráu svæði voru myndir sem Benedikt hafði aldrei sent frá sér. „Það var hrikaleg upplifun að sjá eitthvað, sem ég vissi að ég myndi aldrei senda frá mér en samt eins og ég hefði sent það. Ég var farinn að efast um sjálfan mig og farinn að velta fyrir mér hvort ég væri búinn að tapa glórunni.“ Úr leik hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Leitaði til lögreglu „Sem betur fer stóð ég með sjálfum mér, efaðist ekki um sjálfan mig og leitaði til lögreglunnar. Það kom síðan í ljós einhver hafði lagt það á sig að falsa í mínu nafni. Ég get ekki lýst því hversu mikil vonbrigði það voru að komast að því. Að einhver leggi slíkt á sig til að koma höggi á mann brýtur mann niður.“ Á endanum lagði Benedikt kæru inn til lögreglunnar í Reykjavík og fékk fund skömmu síðar. Áður en hann fór á þann fund fékk hann hringingu frá manneskjunni sem hafði dreift myndum í hans nafni. „Ég ætla ekki að gefa upp hver sá aðili er og dró ég kæruna til baka eftir að viðkomandi baðst afsökunar á þessu. Ég fyrirgaf viðkomandi og við áttum gott spjall og kvöddum í góðu.“ Benedikt á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Fór yfir þetta með leikmönnum landsliðsins „Fór yfir þetta með þeim öllum frá A-Ö ásamt forsvarsmönnum KKÍ. Þar var mér tjáð að málinu væri lokið og fyrirliði liðsins lætur mig vita að leikmenn séu sáttir og við tókum góða æfingahelgi. Síðan þá erum við búin að æfa mörgum sinnum saman og spila marga landsleiki þar sem það eru rúmlega 14 mánuðir síðan.“ Segist ekki fullkominn „Ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að reyna að fría sjálfan mig og spila mig sem fullkominn einstakling sem gerir aldrei neitt rangt. Ég hef gert mörg mistök á ævinni og þegar ég horfi til baka þá sé ég eftir ansi mörgu á langri ævi. Ég er maður hinna ýmsu galla og veit af þeim mörgum en ég tel mig ekki haldinn kvenfyrirlitningu.“ „Maður á samt ekki að meta sjálfan sig og best að aðrir dæmi hvernig maður ég er. Ég er búinn að vera að skrifa þetta skjálfandi, í sjokki og miður mín yfir þessari frétt. Enginn frá Mannlíf hafði samband við mig og leyfði mér að verja mig og koma með mína hlið,“ sagði Benedikt að endingu ásamt því að tilkynna að hann ætli að birta hvert einasta „meme“ sem hann hefur birt í gegnum tíðina. Þá getur hver og einn dæmt fyrir sig.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira