Benedikt svarar fyrir sig í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 10:31 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta sem og Njarðvíkur í efstu deild karla, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fór yfir málin í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs sem gaf í skyn að Benedikt væri haldin kvenfyrirlitningu. Þannig er mál með vexti að falsaðar voru myndir og látið sem Benedikt hefði birt þær. Benedikt ákvað að útskýra málið í þaula þar sem frétt Mannlífs gerði lítið annað en að blása byr undir þær sögusagnir að landsliðsþjálfarinn hefði eitthvað á móti konum. „Góða kvöldið Facebook vinir. Ég fékk í kvöld senda frétt sem er á Mannlíf.is sem mörgum skiljanlega bregður við að lesa. Frétt þessi í skyn að ég sé haldinn kvenfyrirlitningu,“ segir í upphafi pistils Benedikts. Pistilinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Fyrirsögnin og innihaldið er langt frá því rétt mynd af því máli sem Mannlíf telur sig vera að fjalla um. Ég sé mig tilneyddan til að fara yfir það hér þar sem blaðamaðurinn orðar fréttina þannig að það er auðvelt að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur,“ bætir Benedikt við. Benedikt útskýrir að hann hafi byrjað á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir ekki svo löngu. Hann hafi svo fyrst orðið virkur á miðlinum meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. „Þegar Covid skall á af hörku og maður var innilokaður heima að drepast úr leiðindum fór ég að sjá myndir sem kallast „memes“ og eru svona hálfgerðir brandarar. Miðaldra ég vissi fyrst ekkert hvað þetta var en fór að sjá þetta á hinum ýmsu miðlum og fá svona sent. Þetta létti mér lundina og ég ákvað að áframsenda á ákveðinn hóp af fólki.“ „Ekkert af þeim átti að vera móðgandi né sýndi hold á hvorki karl- eða kvenmanni.“ Skilaboð frá fyrirliða landsliðsins Benedikt hafði sent frá sér vel yfir 200 myndir á meðan veiran hélt fólki í heljargreipum. Hann fær svo óvænt skilaboð frá fyrirliða íslenska landsliðsins þar nokkrar af myndunum sem hann hafði sent frá sér höfðu verið settar saman. „Þegar búið var að sjóða þau öll saman var skiljanlegt að fyrirliðinn hefði áhyggjur, meðal annars af því hvort ég væri haldinn kvenfyrirlitningu og stundaði það að skjóta á konur í frítíma mínum,“ segir í færslu Benedikts um atvikið. Það sem meira var, þær tvær myndir sem voru á gráu svæði voru myndir sem Benedikt hafði aldrei sent frá sér. „Það var hrikaleg upplifun að sjá eitthvað, sem ég vissi að ég myndi aldrei senda frá mér en samt eins og ég hefði sent það. Ég var farinn að efast um sjálfan mig og farinn að velta fyrir mér hvort ég væri búinn að tapa glórunni.“ Úr leik hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Leitaði til lögreglu „Sem betur fer stóð ég með sjálfum mér, efaðist ekki um sjálfan mig og leitaði til lögreglunnar. Það kom síðan í ljós einhver hafði lagt það á sig að falsa í mínu nafni. Ég get ekki lýst því hversu mikil vonbrigði það voru að komast að því. Að einhver leggi slíkt á sig til að koma höggi á mann brýtur mann niður.“ Á endanum lagði Benedikt kæru inn til lögreglunnar í Reykjavík og fékk fund skömmu síðar. Áður en hann fór á þann fund fékk hann hringingu frá manneskjunni sem hafði dreift myndum í hans nafni. „Ég ætla ekki að gefa upp hver sá aðili er og dró ég kæruna til baka eftir að viðkomandi baðst afsökunar á þessu. Ég fyrirgaf viðkomandi og við áttum gott spjall og kvöddum í góðu.“ Benedikt á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Fór yfir þetta með leikmönnum landsliðsins „Fór yfir þetta með þeim öllum frá A-Ö ásamt forsvarsmönnum KKÍ. Þar var mér tjáð að málinu væri lokið og fyrirliði liðsins lætur mig vita að leikmenn séu sáttir og við tókum góða æfingahelgi. Síðan þá erum við búin að æfa mörgum sinnum saman og spila marga landsleiki þar sem það eru rúmlega 14 mánuðir síðan.“ Segist ekki fullkominn „Ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að reyna að fría sjálfan mig og spila mig sem fullkominn einstakling sem gerir aldrei neitt rangt. Ég hef gert mörg mistök á ævinni og þegar ég horfi til baka þá sé ég eftir ansi mörgu á langri ævi. Ég er maður hinna ýmsu galla og veit af þeim mörgum en ég tel mig ekki haldinn kvenfyrirlitningu.“ „Maður á samt ekki að meta sjálfan sig og best að aðrir dæmi hvernig maður ég er. Ég er búinn að vera að skrifa þetta skjálfandi, í sjokki og miður mín yfir þessari frétt. Enginn frá Mannlíf hafði samband við mig og leyfði mér að verja mig og koma með mína hlið,“ sagði Benedikt að endingu ásamt því að tilkynna að hann ætli að birta hvert einasta „meme“ sem hann hefur birt í gegnum tíðina. Þá getur hver og einn dæmt fyrir sig. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Þannig er mál með vexti að falsaðar voru myndir og látið sem Benedikt hefði birt þær. Benedikt ákvað að útskýra málið í þaula þar sem frétt Mannlífs gerði lítið annað en að blása byr undir þær sögusagnir að landsliðsþjálfarinn hefði eitthvað á móti konum. „Góða kvöldið Facebook vinir. Ég fékk í kvöld senda frétt sem er á Mannlíf.is sem mörgum skiljanlega bregður við að lesa. Frétt þessi í skyn að ég sé haldinn kvenfyrirlitningu,“ segir í upphafi pistils Benedikts. Pistilinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Fyrirsögnin og innihaldið er langt frá því rétt mynd af því máli sem Mannlíf telur sig vera að fjalla um. Ég sé mig tilneyddan til að fara yfir það hér þar sem blaðamaðurinn orðar fréttina þannig að það er auðvelt að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur,“ bætir Benedikt við. Benedikt útskýrir að hann hafi byrjað á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir ekki svo löngu. Hann hafi svo fyrst orðið virkur á miðlinum meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. „Þegar Covid skall á af hörku og maður var innilokaður heima að drepast úr leiðindum fór ég að sjá myndir sem kallast „memes“ og eru svona hálfgerðir brandarar. Miðaldra ég vissi fyrst ekkert hvað þetta var en fór að sjá þetta á hinum ýmsu miðlum og fá svona sent. Þetta létti mér lundina og ég ákvað að áframsenda á ákveðinn hóp af fólki.“ „Ekkert af þeim átti að vera móðgandi né sýndi hold á hvorki karl- eða kvenmanni.“ Skilaboð frá fyrirliða landsliðsins Benedikt hafði sent frá sér vel yfir 200 myndir á meðan veiran hélt fólki í heljargreipum. Hann fær svo óvænt skilaboð frá fyrirliða íslenska landsliðsins þar nokkrar af myndunum sem hann hafði sent frá sér höfðu verið settar saman. „Þegar búið var að sjóða þau öll saman var skiljanlegt að fyrirliðinn hefði áhyggjur, meðal annars af því hvort ég væri haldinn kvenfyrirlitningu og stundaði það að skjóta á konur í frítíma mínum,“ segir í færslu Benedikts um atvikið. Það sem meira var, þær tvær myndir sem voru á gráu svæði voru myndir sem Benedikt hafði aldrei sent frá sér. „Það var hrikaleg upplifun að sjá eitthvað, sem ég vissi að ég myndi aldrei senda frá mér en samt eins og ég hefði sent það. Ég var farinn að efast um sjálfan mig og farinn að velta fyrir mér hvort ég væri búinn að tapa glórunni.“ Úr leik hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Leitaði til lögreglu „Sem betur fer stóð ég með sjálfum mér, efaðist ekki um sjálfan mig og leitaði til lögreglunnar. Það kom síðan í ljós einhver hafði lagt það á sig að falsa í mínu nafni. Ég get ekki lýst því hversu mikil vonbrigði það voru að komast að því. Að einhver leggi slíkt á sig til að koma höggi á mann brýtur mann niður.“ Á endanum lagði Benedikt kæru inn til lögreglunnar í Reykjavík og fékk fund skömmu síðar. Áður en hann fór á þann fund fékk hann hringingu frá manneskjunni sem hafði dreift myndum í hans nafni. „Ég ætla ekki að gefa upp hver sá aðili er og dró ég kæruna til baka eftir að viðkomandi baðst afsökunar á þessu. Ég fyrirgaf viðkomandi og við áttum gott spjall og kvöddum í góðu.“ Benedikt á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Vísir/Bára Dröfn Fór yfir þetta með leikmönnum landsliðsins „Fór yfir þetta með þeim öllum frá A-Ö ásamt forsvarsmönnum KKÍ. Þar var mér tjáð að málinu væri lokið og fyrirliði liðsins lætur mig vita að leikmenn séu sáttir og við tókum góða æfingahelgi. Síðan þá erum við búin að æfa mörgum sinnum saman og spila marga landsleiki þar sem það eru rúmlega 14 mánuðir síðan.“ Segist ekki fullkominn „Ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að reyna að fría sjálfan mig og spila mig sem fullkominn einstakling sem gerir aldrei neitt rangt. Ég hef gert mörg mistök á ævinni og þegar ég horfi til baka þá sé ég eftir ansi mörgu á langri ævi. Ég er maður hinna ýmsu galla og veit af þeim mörgum en ég tel mig ekki haldinn kvenfyrirlitningu.“ „Maður á samt ekki að meta sjálfan sig og best að aðrir dæmi hvernig maður ég er. Ég er búinn að vera að skrifa þetta skjálfandi, í sjokki og miður mín yfir þessari frétt. Enginn frá Mannlíf hafði samband við mig og leyfði mér að verja mig og koma með mína hlið,“ sagði Benedikt að endingu ásamt því að tilkynna að hann ætli að birta hvert einasta „meme“ sem hann hefur birt í gegnum tíðina. Þá getur hver og einn dæmt fyrir sig.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira