Greindist tvisvar með krabbamein á skömmum tíma: „Ég er ekki reið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2021 14:45 „Mig langar að vera í þessu starfi þangað til ég dey,“ segir presturinn Hildur Eir. Stöð 2 Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju hefur tvívegis á skömmum tíma greinst með krabbamein. Hún hefur fundið enn sterkari tengsl við trú sína í þessu verkefni. Í fyrra skiptið greindist Hildur Eir með endaþarmskrabbamein sem er krabbamein við endaþarmsopið og er í raun húðkrabbamein og á sama meiði og leghálskrabbamein, tengist í 90 prósent tilvika hpv veirunni. Við tók ströng meðferð við krabbameininu og Hildur sigraðaði meinið að lokum, var komin aftur til vinnu og átti tíma í sínu reglubundna eftirliti þegar í ljós kom blettur á lifrini sem þýddi að krabbameinið væri sennilega búið að taka sig upp á ný sem var svo raunin. „Mér finnst í raun og veru að það hafi verið þetta stóra áfall að greinast í fyrsta sinn. Að vera að maður hélt heilbrigður, hraust 42 ára gömul kona yfir í það að vera komin með krabbamein. Þá veit maður líka að þetta getur tekið sig upp aftur.“ Áfall að greinast aftur Hildur er því ekki sammála þeim sem tala um að það sé meira áfall að greinast í annað sinn. „Ég var mjög bjartsýn og hafði allar ástæður til þess en auðvitað er það alltaf á bak við eyrað, líkurnar á að þetta komi aftur hjá manneskju sem er búin að greinast og það sé eitthvað á sveimi í líkamanum eru auðvitað meiri en hjá einhverjum sem hefur ekki greinst.“ Hún segir að því sé hún alltaf stressuð þegar hún fer í eftirlit og skoðanir. Þegar hún fór í eftirlit og myndatökur í mars var hún því mjög kvíðin. „Þá kemur semsagt í ljós að það er blettur á lifrinni sem var náttúrulega mikið áfall en ekkert endilega meira áfall en þegar ég greindist í fyrra.“ Ísland í dag viðtal Evu Laufeyjar Kjaran við Hildi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Upplifði öryggi Hildur segir að innri röddin hafi sagt henni strax að þetta væri örugglega meinvarp. Páskarnir voru þá fram undan svo við tók bið, en henni tókst samt að njóta páskanna og fann sterkt fyrir trúnni. „Ég hef sennilega aldrei upplifað föstudaginn langa jafn sterkt.“ Hildur segir að hún hafi verið mjög nálægt Jésú þessa páska. „Svo bara messaði ég á páskadagsmorgni. Af því að mannssálin er svo merkileg að ég bara naut þess. Ég bara hvíldi í helgihaldinu klukkan átta á páskadagsmorgni. Ég upptötvaði þar á þessum páskum að maður getur verið trúaður svo mikið vitrænt séð og ég held að ég hafi oft verið þar. Svo er það eitt að finna að maður hefur trú og á þessum páskum fann ég það svo ofboðslega sterkt. Það var einhvern veginn eins og ég hvíldi, vitandi að það væri sennilega meinvarp í lifrinni minni sem er aldrei gott. Þá hvíldi ég í einhverju algjöru öryggi,“ segir Hildur. „Það var ótrúlega magnað. Fyrst að þetta þurfti að gerast, er ég þakklát fyrir þá reynslu að þetta hafi gerst fyrir páska þó að ég hafi blótað því fyrst í huganum því ég vildi náttúrulega láta skoða þetta allt saman og láta taka þetta í burtu.“ Hildur segir að í þessum aðstæðum hafi hún þurft að treysta á æðri mátt og að allt færi vel. „Ég fékk þá gjöf í allri þessari þjáningu.“ Engum að kenna Hún vonast til þess að fá tækifæri til þess að boða trúna nú meira frá hjartanu en huganum heldur en hún hefur áður gert. „Boða hana meira tilfinningalega heldur en með því að vera voða gáfuð og eiga svo auðvelt að koma fyrir mig orði.“ Eftir páskana var það ljóst að um krabbamein var að ræða og nú var að berjast, enn eina ferðina. Hildur var skorin upp og hluti tekin af lifrinni og ákveðið var að fara í lyfjameðferð sem stendur enn yfir. „Þetta er ekki það versta sem ég hef gengið í gegnum í lífinu og þetta er engum að kenna. Það var enginn sem gerði mér neitt og það var enginn sem særði mig eða beitti mig ofbeldi eða gerði eitthvað hræðilegt á minn hlut. Þetta bara heitir að vera með mannslíkama.“ Hildur segir að hún eigi ekki erfitt að kljást við þetta andlega. „Ég er ekki reið, ég er ekki ásakandi og er ekki að velta fyrir mér hvað ef?“ Fólk gerir sitt besta Hildur er afar þakklát hennar læknateymi og var alltaf örugg í þeirra höndum. „Ég treysti þeim og ég hugsaði að ef þetta gengi ekki þá væri það ekki þeim að kenna.“ Hildur segir að oft sé heilbrigðisstarfsfólk sett á of háan stall, sem geti verið þeim erfitt. Hún reyndi sjálf að hugsa fallegar hugsanir þegar hún fór í aðgerðina. „En ég hugsaði líka, svo gæti þetta verið mitt síðasta. En þetta fólk reynir sitt besta, það er nú bara þannig. Ef ég fæ aftur krabbameinið þá er það ekki af því að einhver læknir gerði mistök.“ Heilaþoka og lélegt minni Lyfjameðferðin stendur enn yfir hjá Hildi, meðferðin tekur vissulega á en Hildur er brött og á sína góðu daga og bestir eru dagarnir þegar hún kemst út að hlaupa en það hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá henni undanfarin ár. „Það er alveg magnað, þá finnst mér ég vera svo mikið á lífi. Því þegar maður er í þessari lyfjameðferð þá er maður oft svo ókunnugur sjálfum sér. Maður þekkir ekki þennan líkama og þekkir sig ekki alveg. Maður er oft með heilaþoku og man ekki, er seinn að hugsa og allt þetta.“ Hún er þakklát fyrir að hafa heilsuna til þess að hlaupa á milli meðferða. „Þá finnst mér ég lifa.“ Hildur segist spennt að komast aftur í vinnuna og halda áfram að taka þátt í lífi fólks í gegnum brúðkaup, skírnir, fermingar og svo framvegis. „Mig langar að vera í þessu starfi þangað til ég dey.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Þjóðkirkjan Heilbrigðismál Heilsa Akureyri Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Í fyrra skiptið greindist Hildur Eir með endaþarmskrabbamein sem er krabbamein við endaþarmsopið og er í raun húðkrabbamein og á sama meiði og leghálskrabbamein, tengist í 90 prósent tilvika hpv veirunni. Við tók ströng meðferð við krabbameininu og Hildur sigraðaði meinið að lokum, var komin aftur til vinnu og átti tíma í sínu reglubundna eftirliti þegar í ljós kom blettur á lifrini sem þýddi að krabbameinið væri sennilega búið að taka sig upp á ný sem var svo raunin. „Mér finnst í raun og veru að það hafi verið þetta stóra áfall að greinast í fyrsta sinn. Að vera að maður hélt heilbrigður, hraust 42 ára gömul kona yfir í það að vera komin með krabbamein. Þá veit maður líka að þetta getur tekið sig upp aftur.“ Áfall að greinast aftur Hildur er því ekki sammála þeim sem tala um að það sé meira áfall að greinast í annað sinn. „Ég var mjög bjartsýn og hafði allar ástæður til þess en auðvitað er það alltaf á bak við eyrað, líkurnar á að þetta komi aftur hjá manneskju sem er búin að greinast og það sé eitthvað á sveimi í líkamanum eru auðvitað meiri en hjá einhverjum sem hefur ekki greinst.“ Hún segir að því sé hún alltaf stressuð þegar hún fer í eftirlit og skoðanir. Þegar hún fór í eftirlit og myndatökur í mars var hún því mjög kvíðin. „Þá kemur semsagt í ljós að það er blettur á lifrinni sem var náttúrulega mikið áfall en ekkert endilega meira áfall en þegar ég greindist í fyrra.“ Ísland í dag viðtal Evu Laufeyjar Kjaran við Hildi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Upplifði öryggi Hildur segir að innri röddin hafi sagt henni strax að þetta væri örugglega meinvarp. Páskarnir voru þá fram undan svo við tók bið, en henni tókst samt að njóta páskanna og fann sterkt fyrir trúnni. „Ég hef sennilega aldrei upplifað föstudaginn langa jafn sterkt.“ Hildur segir að hún hafi verið mjög nálægt Jésú þessa páska. „Svo bara messaði ég á páskadagsmorgni. Af því að mannssálin er svo merkileg að ég bara naut þess. Ég bara hvíldi í helgihaldinu klukkan átta á páskadagsmorgni. Ég upptötvaði þar á þessum páskum að maður getur verið trúaður svo mikið vitrænt séð og ég held að ég hafi oft verið þar. Svo er það eitt að finna að maður hefur trú og á þessum páskum fann ég það svo ofboðslega sterkt. Það var einhvern veginn eins og ég hvíldi, vitandi að það væri sennilega meinvarp í lifrinni minni sem er aldrei gott. Þá hvíldi ég í einhverju algjöru öryggi,“ segir Hildur. „Það var ótrúlega magnað. Fyrst að þetta þurfti að gerast, er ég þakklát fyrir þá reynslu að þetta hafi gerst fyrir páska þó að ég hafi blótað því fyrst í huganum því ég vildi náttúrulega láta skoða þetta allt saman og láta taka þetta í burtu.“ Hildur segir að í þessum aðstæðum hafi hún þurft að treysta á æðri mátt og að allt færi vel. „Ég fékk þá gjöf í allri þessari þjáningu.“ Engum að kenna Hún vonast til þess að fá tækifæri til þess að boða trúna nú meira frá hjartanu en huganum heldur en hún hefur áður gert. „Boða hana meira tilfinningalega heldur en með því að vera voða gáfuð og eiga svo auðvelt að koma fyrir mig orði.“ Eftir páskana var það ljóst að um krabbamein var að ræða og nú var að berjast, enn eina ferðina. Hildur var skorin upp og hluti tekin af lifrinni og ákveðið var að fara í lyfjameðferð sem stendur enn yfir. „Þetta er ekki það versta sem ég hef gengið í gegnum í lífinu og þetta er engum að kenna. Það var enginn sem gerði mér neitt og það var enginn sem særði mig eða beitti mig ofbeldi eða gerði eitthvað hræðilegt á minn hlut. Þetta bara heitir að vera með mannslíkama.“ Hildur segir að hún eigi ekki erfitt að kljást við þetta andlega. „Ég er ekki reið, ég er ekki ásakandi og er ekki að velta fyrir mér hvað ef?“ Fólk gerir sitt besta Hildur er afar þakklát hennar læknateymi og var alltaf örugg í þeirra höndum. „Ég treysti þeim og ég hugsaði að ef þetta gengi ekki þá væri það ekki þeim að kenna.“ Hildur segir að oft sé heilbrigðisstarfsfólk sett á of háan stall, sem geti verið þeim erfitt. Hún reyndi sjálf að hugsa fallegar hugsanir þegar hún fór í aðgerðina. „En ég hugsaði líka, svo gæti þetta verið mitt síðasta. En þetta fólk reynir sitt besta, það er nú bara þannig. Ef ég fæ aftur krabbameinið þá er það ekki af því að einhver læknir gerði mistök.“ Heilaþoka og lélegt minni Lyfjameðferðin stendur enn yfir hjá Hildi, meðferðin tekur vissulega á en Hildur er brött og á sína góðu daga og bestir eru dagarnir þegar hún kemst út að hlaupa en það hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá henni undanfarin ár. „Það er alveg magnað, þá finnst mér ég vera svo mikið á lífi. Því þegar maður er í þessari lyfjameðferð þá er maður oft svo ókunnugur sjálfum sér. Maður þekkir ekki þennan líkama og þekkir sig ekki alveg. Maður er oft með heilaþoku og man ekki, er seinn að hugsa og allt þetta.“ Hún er þakklát fyrir að hafa heilsuna til þess að hlaupa á milli meðferða. „Þá finnst mér ég lifa.“ Hildur segist spennt að komast aftur í vinnuna og halda áfram að taka þátt í lífi fólks í gegnum brúðkaup, skírnir, fermingar og svo framvegis. „Mig langar að vera í þessu starfi þangað til ég dey.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Þjóðkirkjan Heilbrigðismál Heilsa Akureyri Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira