Umfaðmandi sósíalískur femínismi Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 4. september 2021 11:01 Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun