Stýrir Evrópusambandið byggðaþróun á Íslandi? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 5. september 2021 13:01 Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Samgöngur Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun