Hetjur landsins Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. september 2021 07:31 Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun