Gamalt fólk má líka velja Svandís Svavarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 7. september 2021 11:00 Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun